Hreppaflutningar og hagsmunir fyrirtækja Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2014 07:00 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun