Stjórnarleiðtogar hafa ekki reynt sættir um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2014 20:00 Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira