Svona má draga úr brottfalli í íþróttum Hrund Þórsdóttir skrifar 6. mars 2014 00:01 Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira