Svona má draga úr brottfalli í íþróttum Hrund Þórsdóttir skrifar 6. mars 2014 00:01 Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann. Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann.
Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira