Sport

Í æfingafötunum á flugvellinum í þrjá daga

Muema í leik með háskólaliði sínu.
Muema í leik með háskólaliði sínu. vísir/getty
Munið þið eftir ruðningskappanum sem labbaði út úr æfingum hjá NFL-deildinni því Guð sagði honum að gera það? Hann er enn í fréttunum og sögurnar af honum verða bara furðulegri.

Guð átti að hafa sagt Adam Muema að ef hann færi og hvíldi sig myndi hann fá samning hjá meisturum Seattle Seahawks og leika í treyju númer 8 hjá félaginu.

Sögunni af Adam er alls ekki lokið. Ekkert heyrðist frá honum í þrjá daga eftir að hann hætti að æfa. Hann kom svo til baka á hótelið sem hann hafði verið í er hann var að æfa.

Hann var enn klæddur í æfingabúninginn og í ljós kom að hann hafði setið út á flugvelli í þrjá daga.

Nú hefur komið í ljós að Muema fór í messu er hann var við æfingar. Það var hjá manni sem segist vera næsti Jesús. Það var víst hann sem kom með þessi skilaboð frá Guði.

Svo alvarlega tók Muema hann að hlauparinn er þegar búinn að breyta Twitter-nafninu sínu í Seahawks #8.

Fastlega var búist við því að Muema yrði valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Þessi hegðun hefur gert það að verkum að líklega þorir ekkert lið að velja hann. Það veit umboðsmaður hans sem er nú flúinn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×