Ákall til alþjóðasamfélagsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 „Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun