Ákall til alþjóðasamfélagsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 „Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
„Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar