Handbolti

U20 tapaði fyrir Grikklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Magnússon þjálfar U20 ára liðið ásamt Reyni Þór Reynisson.
Gunnar Magnússon þjálfar U20 ára liðið ásamt Reyni Þór Reynisson. Vísir/Vilhelm
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði fyrir Grikklandi, 20-19, í spennandi leik í undankeppni EM í dag en leikið er í Skopje í Makedóníu.

Fram kemur á vef HSÍ að Grikkir hafi skorað sigurmarkið 15 sekúndum fyrir leikslok en íslensku strákarnir nýttu ekki tækifæri sem þeir fengu til að jafna leikinn tveimur sekúndum áður en lokaflautið gall.

Íslandi var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, en þurfti á endanum að sætta sig við þetta grátlega tap.

Valsmaðurinn Alexander Örn Júlíusson var markahæstur með fimm mörk og Gunnar Malmquist skoraði fjögur mörk, öll úr vítum. Ágúst Elí Björgvinsson varði 16 skot í markinu.

Ísland mætir Ítölum á morgun og heimamönnum frá Makedóníu á sunnudaginn.

Mörk Íslands: Alexander Örn Júlíusson 5, Gunnar Malmquist 4/4, Böðvar Ásgeirsson 3, Birkir Benediktsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Óskar Ólafsson 2, Janus Daði Smárason 1.

Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 16, Grétar Ari Guðjónsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×