Lífið

Farið yfir feril Philip Seymour Hoffman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Philip Seymour Hoffman fannst látinn á heimili sínu í dag.
Philip Seymour Hoffman fannst látinn á heimili sínu í dag. mynd/skjáskot
Bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffman fannst látinn í íbúð sinni skömmu fyrir hádegi á Manhattan í dag.

Hann hafði lengi átt við fíkniefnavanda að stríða og lagðist inn á meðferðarstofnun í fyrra en Phillip Seymour, sem var aðeins 46 ára er hann lést, hefur leikið í fjöldann allan af kvikmyndum í Hollywood og þótti einn sá virtasti vestanhafs.

Meðal þekktustu kvikmynda leikarans voru myndirnar Boogie Nights, The Big Lebowski, Magnolia og Almost Famous en hér að neðan má sjá myndbrot þar sem farið er yfir helstu hlutverk hans á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.