Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:56 Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30
Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30