Lífið

Philip Seymour Hoffman látinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hoffmann í kvikmyndinni The Master.
Hoffmann í kvikmyndinni The Master.
Bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffmanfannst látinn í íbúð sinni skömmu fyrir hádegi á Manhattan í dag. Wall Street Journal greinir frá.

Dagblaðið New York Post fullyrðir að banamein hans hafi verið of stór skammtur lyfja.

Hann hafði lengi átt við fíkniefnavanda að stríða og lagðist inn á meðferðarstofnun í fyrra.

Hoffman var 46 ára gamall og vann Óskarsverðlaun árið 2005 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Capote.

Meðal þekktustu kvikmynda leikarans voru myndirnar Boogie Nights, The Big Lebowski, Magnolia og Almost Famous.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.