Lífið

Hvert fóru Vinirnir?

David Schwimmer, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Matt LeBlanc, Lisa Kudrow og Matthew Perry
David Schwimmer, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Matt LeBlanc, Lisa Kudrow og Matthew Perry AFP/NordicPhotos
David Schwimmer, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Ross í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Friends, er á leiðinni aftur í sjónvarp og leikur í nýjum gamanþáttum á ABC sem heita Irreversible.

Schwimmer mun leika í þáttunum auk þess sem hann framleiðir þá. 

Þættirnir eru byggðir á ísraelskri þáttaröð sem heitir Bilti Hafich, og fjallar um sérviturt par, en þau eru einkar upptekin af sjálfum sér.

Síðasti þáttur af hinni geysivinsælu þáttaröð Friends var sýndur árið 2004. Síðan þá hefur Schwimmer aðallega einbeitt sér að leikstjórn, en þetta verður fyrsta þáttaröðin sem Schwimmer leikur í síðan í Friends, sem gerir hann þann síðasta úr Friends-genginu til að fara aftur í sjónvarp.

Matthew Perry hefur leikið í nokkrum þáttaröðum sem hafa átt misjöfnu gengi að fagna, meðal annars Studio 60 on the Sunset Strip, Go on og Mr. Sunshine.

Courteney Cox hefur átt góðu gengi að fagna í þáttaröðinni Cougar Town.

Matt LeBlanc leikur sjálfan sig í þáttunum Episodes, eftir misheppnaða tilraun til þess að halda gamla Friends-karakternum Joey lifandi í samnefndri þáttaröð.

Lisa Kudrow leikur í Web Therapy, The Comeback og átti viðkomu í hinum vinsælu þáttum Scandal með Kerry Washington í aðalhlutverki.

Jennifer Aniston hefur ekki fest sig í sessi í sjónvarpi, en hefur komið fram í þónokkrum þáttaröðum í gestahlutverki síðan síðustu seríu af Friends lauk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.