Yfirvöld í Bandaríkjunum hefja nú rannsókn á því hvers vegna geimfar Virgin Galactic sprakk í loft upp í tilraunaflugi yfir Mojave eyðimörkinni í Bandaríkjunum í gær. Einn flugmaður lést og annar slasaðist illa.
BBC greinir frá. Teymi rannsóknarmanna mætti á vettvang í dag. Ekki er víst hvað nákvæmlega olli sprengingunni en flaugin var að notast við nýja tegund eldflaugaeldsneytis sem hafði aldrei áður verið notað á lofti.
Eigandi Virgin, Sir Richard Branson, segist enn áforma að hefja farþegaflug út í geiminn þrátt fyrir slysið. Hann sé „sorgmæddur og í uppnámi“ en að verkefnið muni halda áfram.
Rannsókn hafin á flugslysi Virgin Galactic

Tengdar fréttir

Geimfar Virgin sprakk í loft upp
Einn flugmaður er látinn og annar alvarlega slasaður.