Innlent

Tollskylt hafi vopn verið keypt

Sveinn Arnarson skrifar
Byssur Landhelgisgæslunnar hafa verið innsiglaðar.
Byssur Landhelgisgæslunnar hafa verið innsiglaðar. Vísir/Hörður
Tollayfirvöld hafa innsiglað byssurnar sem komu til landsins frá norska hernum. Er það gert vegna óvissu um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða séu gjöf frá Norðmönnum.

Ríkisútvarpið greindi frá því að embætti tollstjóra hafi innsiglað vopnin vegna þessarar óvissu og vildi fá úr því skorið hvort um kaup eða gjöf sé að ræða.

Snorri Olsen tollstjóri gat hvorki staðfest né neitað að umrædd aðgerð hefði átt sér stað.

„Við getum ekki greint frá einstaka málum sem inn á okkar borð koma. Þó að hér sé um opinbera aðila að ræða þá fylgjum við samt sem áður vinnureglum okkar.“

Snorri bendir á að tollalögin séu á þá leið að ef opinber aðili fái gjöf frá öðru ríki þurfi ekki að borga toll af þeirri gjöf.

„Þegar opinber aðili fær gjöf frá öðru ríki þarf ekki að greiða aðflutningsgjöld af þeim varningi. Hins vegar lýtur það öðrum lögmálum ef hið opinbera eða opinber stofnun kaupir varning af öðru ríki. Þá þyrfti að greiða aðflutningsgjöld af þeim kaupum,“ segir Snorri.


Tengdar fréttir

Minna öryggi með vígbúnaði

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að aukinn vopnaburður lögreglu ýti undir notkun á vopnum á meðal glæpamanna. Þá sé framandi veruleiki að lögreglan búi yfir hátæknivopnum, fólk hrylli við slíku.

Ráðherrar sverja af sér vélbyssur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti

Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum

Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×