Skín í rauðar skotthúfur 1. nóvember 2014 13:00 Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson Jólalög Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól
Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson
Jólalög Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól