Á bráðamóttöku með astmaveikt barn og sagt í tvígang að hringja í 112 Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. október 2014 22:12 vísir/pjetur „Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu í dag. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag en líkt og flestir vita hófst verkfall lækna á miðnætti í gær og læknisþjónusta því takmörkuð. Hún óskaði eftir þjónustu á bráðamóttöku en var bent á það í afgreiðslunni að ekki væri hægt að sinna barninu. Eina lausnin væri að hringja í Neyðarlínuna, 112. Móðirin spurði vandræðaleg hvort hún mætti hringja sem hún og fékk. Þar fékk hún þau svör að Neyðarlínan svaraði ekki útköllum frá bráðavöktum yfir daginn. Rétti móðirin afgreiðslukonunni símann sem ræddi við fulltrúa Neyðarlínunnar. Varð úr að afgreiðslukonan fór og ræddi málið við aðra starfsmenn bráðamóttökunnar. Eftir um fimm mínútur var kallað aftur á konuna og henni tjáð að hún þurfi að hringja í Neyðarlínuna úr eigin síma, ekki úr síma bráðamóttökunnar. Sagan endurtók sig og varð úr að móðirin spurði afgreiðslukonuna hvort enginn ætlaði að gera neitt fyrir barnið fyrr en það lenti í andnauð? „Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins.“ Að nokkrum mínútum liðnum var konunni og barni hennar vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti þeim. Mældi hún súrefnismettun barnsins og hlustaði á lungun. Sem betur fer reyndust verkir barnsins ótengdir öndunarfærunum. Konan segist hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræðingur eigi ekki að sinna störfum lækna. Henni finnist þó að einhver á bráðamóttöku þurfi að vera til taks ef astmaveikt barn með brjóstverki mætir þangað. „Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér,“ segir móðirin sem deildi sögu sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. Móðirin, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist í samtali við Vísi ekki vilja koma fram undir nafni þar sem hún vilji ekki að gagnrýnin beinist gegn bráðamóttöku HSS. Það sé ekki tilefni pistilsins. Henni finnst hins vegar mikilvægt að yfirmenn heilbrigðisstofnana viti hvernig hlutum sé háttað. Hún hafi upplifað algjört samskipta- og úrræðaleysi í heimsókn sinni í dag og nauðsynlegt hljóti að vera að bæta úr því. Uppfært klukkan 23:55 Í fyrstu útgáfu af fréttinni var ekki greint frá því hvaða bráðamóttöku móðirin sótti heim í dag. Bráðamóttakan sem móðirin leitaði til var Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á vef HSS föstudaginn 24. október var greint frá því að ef til verkfalls kæmi yrði afar takmörkuð þjónusta lækna á bráðamóttökunni. Aðeins einn læknir yrði á vakt á dagvinnutíma þar sem eingöngu yrði sinnt slysum og bráðatilvikum. „Allir þeir sem ætla að leita á bráðmóttöku HSS og hitta lækni á hvaða tíma sem er sólarhringsins verða að hafa samband áður við 112 til að meta hvort tilefni sé til frekari skoðunar,“ sagði í tilkynningunni á vef HSS.Hér fyrir neðan má sjá færslu móðurinnar í heild sinni. Mætti á bráðavaktina í morgun og upplifði furðulegan farsa:Ég: Góðan dag, er með astmaveikt barn hérna með brjóstverki sem þarf að skoða.Kona í móttöku: Nei, við getum ekki sinnt því, þú verður að hringja í 112.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, það er læknaverkfall, hringdu í 112. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér sjúkrabíl koma brunandi frá, tja bráðavaktinni... og keyra barnið í ofboði uppá, ja... bráðavakt? Treysti mér ekki til að orða þessar fáránlegu hugsanir við mótökudömuna svo ég sagði bara: Ok, má ég hringja hjá þér?Kona í móttöku um leið og hún réttir mér símann: Gjörðu svo vel.Maður hjá 112: 112Ég: Góðan dag, ég er stödd hér á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112.Maður hjá 112: Já, nei, við tökum ekki við útköllum frá bráðavöktum á daginn.Ég: Ok, ertu til í að endurtaka þetta við dömuna hérna í móttökunni?Maður hjá 112: Alveg sjáflsagt. Svo rétti ég henni símann og þau ræða eitthvað saman og svo kveður hún, segir mér að hinkra aðeins, fer svo á bakvið og ber málið undir her af konum sem var þarna á bakvið á einhverju iði og ég sest og bíð. Eftir 5 mín. er kallað á mig aftur.Kona í móttöku: Já, þú verður að hringja í 112 úr þínum eigin síma.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, annars taka þeir ekki við útkallinu. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér að ég verði örugglega bara að fara heim aftur og hringja þaðan í 112 og láta þá senda sjúkrabíl af bráðavaktinni (!!) og keyra okkur niður á bráðavakt (!!!) aftur til að fá afgreiðslu á bráðavaktinni (!!!!) en fannst það svo fáránlegt að ég ákavð að hlýða bara.Maður hjá 112: 112Ég: Já góðan dag, ég er stödd hérna á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112 úr mínum eigin síma.Maður hjá 112: Ég var að segja þér að við tökum ekki við símtölum frá bráðavaktinni á daginn, varst það ekki þú sem hringdir áðan?Ég: Jú, en nú er ég að hringja úr mínum eigin síma, það átti víst að gera gæfumuninn.Maður hjá 112: Leyfðu mér að tala aftur við þessa konu.Ég: Gjörðu svo vel. Svo rétti ég konunni símann sem varð alveg hissa og fór eitthvað að muldra um að hún væri nú bara að gera það sem sér væri sagt, tók svo við símanum og talaði við kallinn, kvaddi og lagði á og sagði svo eitthvað á þá leið að það væri bara enginn til að sinna þessu tilfelli og ekkert sem hún gæti gert í því, hún væri bara starfsmaður í móttöku. Þá missti ég aðeins kúlið og hvessti (eða hækkaði, sennilega bæði) röddina: Ertu að segja mér að enginn ætli að gera neitt fyrr en barnið lendir í andnauð?!? Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins. Ég fór og settist niður og eftir nokkrar mínútur var okkur vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti okkur. Hún þurfti auðvitað ekkert að gera annað en að mæla súrefnismettunina og hlusta lungun til að komast að því að verkirnir voru alls ótengdir öndunarfærum, sem var auðvitað það sem maður hafði mestar áhyggjur af. Eftir smá umræður og vangaveltur um einkennin var svo komist að þeirri niðurstöðu að líklegast væru þetta stoðverkir og að íbúfen og parkódín væri lausnin. Þar með var málið dautt og barnið gat farið í skólann. Skil alveg að hjúkrunarfræðingar eigi ekki að vinna störf lækna en þegar astmaveikt barn með brjóstverki mætir á bráðamóttöku þarf einhver að vera tilbúinn til að bregðast við því. Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér en ég er í alltof góðu skapi til að láta þetta eitthvað slá mig útaf laginu og finnst þetta eiginlega meira fyndið bara en nokkuð annað. Eigið þið góðan dag alle sammen og í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu í dag. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag en líkt og flestir vita hófst verkfall lækna á miðnætti í gær og læknisþjónusta því takmörkuð. Hún óskaði eftir þjónustu á bráðamóttöku en var bent á það í afgreiðslunni að ekki væri hægt að sinna barninu. Eina lausnin væri að hringja í Neyðarlínuna, 112. Móðirin spurði vandræðaleg hvort hún mætti hringja sem hún og fékk. Þar fékk hún þau svör að Neyðarlínan svaraði ekki útköllum frá bráðavöktum yfir daginn. Rétti móðirin afgreiðslukonunni símann sem ræddi við fulltrúa Neyðarlínunnar. Varð úr að afgreiðslukonan fór og ræddi málið við aðra starfsmenn bráðamóttökunnar. Eftir um fimm mínútur var kallað aftur á konuna og henni tjáð að hún þurfi að hringja í Neyðarlínuna úr eigin síma, ekki úr síma bráðamóttökunnar. Sagan endurtók sig og varð úr að móðirin spurði afgreiðslukonuna hvort enginn ætlaði að gera neitt fyrir barnið fyrr en það lenti í andnauð? „Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins.“ Að nokkrum mínútum liðnum var konunni og barni hennar vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti þeim. Mældi hún súrefnismettun barnsins og hlustaði á lungun. Sem betur fer reyndust verkir barnsins ótengdir öndunarfærunum. Konan segist hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræðingur eigi ekki að sinna störfum lækna. Henni finnist þó að einhver á bráðamóttöku þurfi að vera til taks ef astmaveikt barn með brjóstverki mætir þangað. „Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér,“ segir móðirin sem deildi sögu sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. Móðirin, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist í samtali við Vísi ekki vilja koma fram undir nafni þar sem hún vilji ekki að gagnrýnin beinist gegn bráðamóttöku HSS. Það sé ekki tilefni pistilsins. Henni finnst hins vegar mikilvægt að yfirmenn heilbrigðisstofnana viti hvernig hlutum sé háttað. Hún hafi upplifað algjört samskipta- og úrræðaleysi í heimsókn sinni í dag og nauðsynlegt hljóti að vera að bæta úr því. Uppfært klukkan 23:55 Í fyrstu útgáfu af fréttinni var ekki greint frá því hvaða bráðamóttöku móðirin sótti heim í dag. Bráðamóttakan sem móðirin leitaði til var Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á vef HSS föstudaginn 24. október var greint frá því að ef til verkfalls kæmi yrði afar takmörkuð þjónusta lækna á bráðamóttökunni. Aðeins einn læknir yrði á vakt á dagvinnutíma þar sem eingöngu yrði sinnt slysum og bráðatilvikum. „Allir þeir sem ætla að leita á bráðmóttöku HSS og hitta lækni á hvaða tíma sem er sólarhringsins verða að hafa samband áður við 112 til að meta hvort tilefni sé til frekari skoðunar,“ sagði í tilkynningunni á vef HSS.Hér fyrir neðan má sjá færslu móðurinnar í heild sinni. Mætti á bráðavaktina í morgun og upplifði furðulegan farsa:Ég: Góðan dag, er með astmaveikt barn hérna með brjóstverki sem þarf að skoða.Kona í móttöku: Nei, við getum ekki sinnt því, þú verður að hringja í 112.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, það er læknaverkfall, hringdu í 112. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér sjúkrabíl koma brunandi frá, tja bráðavaktinni... og keyra barnið í ofboði uppá, ja... bráðavakt? Treysti mér ekki til að orða þessar fáránlegu hugsanir við mótökudömuna svo ég sagði bara: Ok, má ég hringja hjá þér?Kona í móttöku um leið og hún réttir mér símann: Gjörðu svo vel.Maður hjá 112: 112Ég: Góðan dag, ég er stödd hér á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112.Maður hjá 112: Já, nei, við tökum ekki við útköllum frá bráðavöktum á daginn.Ég: Ok, ertu til í að endurtaka þetta við dömuna hérna í móttökunni?Maður hjá 112: Alveg sjáflsagt. Svo rétti ég henni símann og þau ræða eitthvað saman og svo kveður hún, segir mér að hinkra aðeins, fer svo á bakvið og ber málið undir her af konum sem var þarna á bakvið á einhverju iði og ég sest og bíð. Eftir 5 mín. er kallað á mig aftur.Kona í móttöku: Já, þú verður að hringja í 112 úr þínum eigin síma.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, annars taka þeir ekki við útkallinu. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér að ég verði örugglega bara að fara heim aftur og hringja þaðan í 112 og láta þá senda sjúkrabíl af bráðavaktinni (!!) og keyra okkur niður á bráðavakt (!!!) aftur til að fá afgreiðslu á bráðavaktinni (!!!!) en fannst það svo fáránlegt að ég ákavð að hlýða bara.Maður hjá 112: 112Ég: Já góðan dag, ég er stödd hérna á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112 úr mínum eigin síma.Maður hjá 112: Ég var að segja þér að við tökum ekki við símtölum frá bráðavaktinni á daginn, varst það ekki þú sem hringdir áðan?Ég: Jú, en nú er ég að hringja úr mínum eigin síma, það átti víst að gera gæfumuninn.Maður hjá 112: Leyfðu mér að tala aftur við þessa konu.Ég: Gjörðu svo vel. Svo rétti ég konunni símann sem varð alveg hissa og fór eitthvað að muldra um að hún væri nú bara að gera það sem sér væri sagt, tók svo við símanum og talaði við kallinn, kvaddi og lagði á og sagði svo eitthvað á þá leið að það væri bara enginn til að sinna þessu tilfelli og ekkert sem hún gæti gert í því, hún væri bara starfsmaður í móttöku. Þá missti ég aðeins kúlið og hvessti (eða hækkaði, sennilega bæði) röddina: Ertu að segja mér að enginn ætli að gera neitt fyrr en barnið lendir í andnauð?!? Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins. Ég fór og settist niður og eftir nokkrar mínútur var okkur vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti okkur. Hún þurfti auðvitað ekkert að gera annað en að mæla súrefnismettunina og hlusta lungun til að komast að því að verkirnir voru alls ótengdir öndunarfærum, sem var auðvitað það sem maður hafði mestar áhyggjur af. Eftir smá umræður og vangaveltur um einkennin var svo komist að þeirri niðurstöðu að líklegast væru þetta stoðverkir og að íbúfen og parkódín væri lausnin. Þar með var málið dautt og barnið gat farið í skólann. Skil alveg að hjúkrunarfræðingar eigi ekki að vinna störf lækna en þegar astmaveikt barn með brjóstverki mætir á bráðamóttöku þarf einhver að vera tilbúinn til að bregðast við því. Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér en ég er í alltof góðu skapi til að láta þetta eitthvað slá mig útaf laginu og finnst þetta eiginlega meira fyndið bara en nokkuð annað. Eigið þið góðan dag alle sammen og í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira