Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:15 Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu. Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar. Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar.
Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22
Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50
Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13
Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44
Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20