Fæddu andvana barn: Mínútuspursmál hvort foreldrar látinna barna fái fullt orlof eða ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 28. október 2014 10:58 Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir og Einar Árni Jóhannsson. visir/aðsend/getty „Ég ætla að byrja á því að undirstrika að ég er ekki að biðja um neitt fyrir mig og mína fjölskyldu en ég sé mig knúinn til þess að tjá mig aðeins um það sem ég tel fáránlega skekkju í kerfinu hjá okkur hérna á klakanum,“ segir Einar Árni Jóhannsson, kennari í Njarðvík og körfuboltaþjálfari, í pistli sem hann skrifar á Fésbókarsíðu sinni. Einar Árni og eiginkona hans Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir ganga í gegnum erfiða tíma en dóttir þeirra fæddist andvana á dögunum. Í kjölfar áfallsins kom einnig í ljós að fæðingarorlof þeirra skerðist um sex mánuði, fer úr níu mánuðum í þrjá. Hefði dóttir þeirra fæðst lifandi og látið lífið strax í kjölfarið hefðu þau fengið fullt orlof. Einar segir að töluverðir vankantar séu í kerfinu þegar komi að orlofi foreldra. „Ég ætla að reyna að gera langa sögu stutta en við fjölskyldan fengum fregnir snemma á nýju ári að von væri á sjötta fjölskyldumeðlimnum og eðlilega var mikil spenna í öllum. Síðar kom í ljós að lítil prinsessa væri væntanleg í hóp með þremur bræðrum og ekki minnkaði spennan,“ segir Einar. Konan hans hafi snemma á meðgöngunni verið greind með of háan blóðþrýsting sem þýddi að hún varð að hætta vinnu sinni við mastersritgerð í kennslufræðum í HÍ þar sem læknar vildu ekki að hún væri í neinu streituvaldandi.Einar Árni var áður þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur.visir/vilhelm„Þetta þýddi líka að hún mátti ekki vinna í sumarvinnunni sinni og varð einfaldlega að taka því extra rólega í gegnum meðgönguna. Þann 4. september síðastliðin fór hún til Reykjavíkur í skoðun og þar reiknuðum við með að fá að vita tíma á gangsetningu enda komið fram í miðja viku númer 38 þegar þarna var komið við sögu.“ Það erfiðasta í lífinu Einar segir að þær fréttir sem þau fengu í skoðuninni hafi verið þær erfiðustu sem þau hafi þurft að takast á í lífinu. „Það fannst enginn hjartsláttur. Höggið var þungt og framundan voru tveir erfiðir dagar þar sem við þurftum að greina drengjunum okkar frá þessum erfiðu fréttum sem og öðrum sem okkur tengjast. Litla ljósið okkar hún Anna Lísa fæddist svo föstudaginn 5. september kl 22:04 andvana.“ Einar vill vekja athygli á það sem hann kallar mjög sérstaka staðreynd. „Þar sem að konan mín gekk með barn í tæpar 38 vikur, fór í gegnum fæðingu og tókst þar af leiðandi á við allt sem fylgir því að ganga fulla meðgöngu og að fæða barn (og allt sem fylgir á eftir) en samhliða því þurfti hún að takast á við það sem mörgum þykir kannski það versta sem lífið getur boðið upp á; að lifa barnið sitt. Það sem ég furða mig á og reyndar mjög margir sem ég hef rætt við; bæði fólk í kringum mig og ekki síður fagfólk sem hefur aðstoðað okkur fjölskylduna á erfiðum tímum er sú staðreynd að þar sem að dóttir okkar fæðist andvana að þá er réttur okkar fyrir fæðingarorlof skert úr 9 mánuðum í 3 mánuði.“ Einar veltir því upp í pistli sínum að fólk velti mögulega fyrir sér hvers vegna þörf sé á orlofi þar sem ekkert barn sé til að hugsa um næstu vikur og mánuði. „Það er vissulega rétt þó ansi erfitt sé að sætta sig við það en raunin er sú að ef Anna Lísa hefði fæðst lifandi en dáið skömmu eftir fæðingu væri réttur okkar hjóna 9 mánuðir rétt eins og ef hún hefði fengið að lifa. Þennan mismun skil ég alls ekki.“ Einar segir að móðir sem fæði andvana barn, rétt eins og konan hans, fari í gegnum sama ferli og sú sem fæðir lifandi barn sem láti lífið síðan mínútu eða jafnvel klukkustundum eftir fæðingu. Vill heyra í ráðamönnum þjóðarinnar „Munurinn á rétti þessara foreldra liggur í 6 mánuðum. En hvar er munurinn á ferlinu hjá þessu fólki. Sama vinna býður þeirra; sorgin og allt sem henni fylgir og svo að jafna sig eftir meðgöngu og fæðingu.“ Einar segist vilja fá að heyra í ráðamönnum þjóðarinnar og hvernig þeir geti með góðu látið aðra eins vitleysu viðgangast í kerfinu. „Ég væri til í að heyra frá ráðamönnum þjóðarinnar hvernig þeir geta með góðu látið aðra eins vitleysu viðgangast í kerfinu. Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég er ekki að kalla eftir neinu fyrir mig og mína, en mikið vona ég að menn vakni og leiðrétti þessa vitleysu sem að meira að segja fagaðilarnir í kerfinu furða sig á.“Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, vinnur að frumvarpi um breytingu á 12. grein laga um fæðingar- og foreldraorlof sem tekur á þessari mismunun. „Ég er rétt byrjaður að fara stað með þetta og er svona að skoða þetta mál,“ segir Páll Valur . „Þessi mismunun sem Einar talar um og virðist vera í kerfinu er að ef barn fæðist andavana eiga foreldrar aðeins rétt á þriggja mánaðar orlofi en deyi barni rétt eftir fæðingu fá foreldrar fullt orlof.“ Páll segir að í því virðist liggja misræmi. „Ég á eftir að afla mér enn meiri upplýsingar um þetta mál en þetta er komið í ferli hjá mér. Ég mun síðan leggja fram frumvarp um breytingu á 12. grein laga um fæðingarorlof. Ég hafði í raun ekki hugmynd um þetta eins og svo margt annað í þessu lífi. Síðan les maður þessa hugleiðingu Einars, sem er reyndar góður vinur minn og fyrrum vinnufélagi, og þetta snerti mig gríðarlega.“ Páll segist hafa verið hvattur til þess að skoða málið í athugasemdakerfinu á Fésbókarsíðu Einars. „Sem þingmaður, þá verð ég að hlýða kalli kjósenda. Ég mun leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að móðir sem fæði andvana barn fái fullt orlof. Svona mun ég leggja fram frumvarpið en síðan verður jafnvel einhver umræða um málið á Alþingi og þá verður niðurstaðan kannski einhver millileið.“ Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
„Ég ætla að byrja á því að undirstrika að ég er ekki að biðja um neitt fyrir mig og mína fjölskyldu en ég sé mig knúinn til þess að tjá mig aðeins um það sem ég tel fáránlega skekkju í kerfinu hjá okkur hérna á klakanum,“ segir Einar Árni Jóhannsson, kennari í Njarðvík og körfuboltaþjálfari, í pistli sem hann skrifar á Fésbókarsíðu sinni. Einar Árni og eiginkona hans Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir ganga í gegnum erfiða tíma en dóttir þeirra fæddist andvana á dögunum. Í kjölfar áfallsins kom einnig í ljós að fæðingarorlof þeirra skerðist um sex mánuði, fer úr níu mánuðum í þrjá. Hefði dóttir þeirra fæðst lifandi og látið lífið strax í kjölfarið hefðu þau fengið fullt orlof. Einar segir að töluverðir vankantar séu í kerfinu þegar komi að orlofi foreldra. „Ég ætla að reyna að gera langa sögu stutta en við fjölskyldan fengum fregnir snemma á nýju ári að von væri á sjötta fjölskyldumeðlimnum og eðlilega var mikil spenna í öllum. Síðar kom í ljós að lítil prinsessa væri væntanleg í hóp með þremur bræðrum og ekki minnkaði spennan,“ segir Einar. Konan hans hafi snemma á meðgöngunni verið greind með of háan blóðþrýsting sem þýddi að hún varð að hætta vinnu sinni við mastersritgerð í kennslufræðum í HÍ þar sem læknar vildu ekki að hún væri í neinu streituvaldandi.Einar Árni var áður þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur.visir/vilhelm„Þetta þýddi líka að hún mátti ekki vinna í sumarvinnunni sinni og varð einfaldlega að taka því extra rólega í gegnum meðgönguna. Þann 4. september síðastliðin fór hún til Reykjavíkur í skoðun og þar reiknuðum við með að fá að vita tíma á gangsetningu enda komið fram í miðja viku númer 38 þegar þarna var komið við sögu.“ Það erfiðasta í lífinu Einar segir að þær fréttir sem þau fengu í skoðuninni hafi verið þær erfiðustu sem þau hafi þurft að takast á í lífinu. „Það fannst enginn hjartsláttur. Höggið var þungt og framundan voru tveir erfiðir dagar þar sem við þurftum að greina drengjunum okkar frá þessum erfiðu fréttum sem og öðrum sem okkur tengjast. Litla ljósið okkar hún Anna Lísa fæddist svo föstudaginn 5. september kl 22:04 andvana.“ Einar vill vekja athygli á það sem hann kallar mjög sérstaka staðreynd. „Þar sem að konan mín gekk með barn í tæpar 38 vikur, fór í gegnum fæðingu og tókst þar af leiðandi á við allt sem fylgir því að ganga fulla meðgöngu og að fæða barn (og allt sem fylgir á eftir) en samhliða því þurfti hún að takast á við það sem mörgum þykir kannski það versta sem lífið getur boðið upp á; að lifa barnið sitt. Það sem ég furða mig á og reyndar mjög margir sem ég hef rætt við; bæði fólk í kringum mig og ekki síður fagfólk sem hefur aðstoðað okkur fjölskylduna á erfiðum tímum er sú staðreynd að þar sem að dóttir okkar fæðist andvana að þá er réttur okkar fyrir fæðingarorlof skert úr 9 mánuðum í 3 mánuði.“ Einar veltir því upp í pistli sínum að fólk velti mögulega fyrir sér hvers vegna þörf sé á orlofi þar sem ekkert barn sé til að hugsa um næstu vikur og mánuði. „Það er vissulega rétt þó ansi erfitt sé að sætta sig við það en raunin er sú að ef Anna Lísa hefði fæðst lifandi en dáið skömmu eftir fæðingu væri réttur okkar hjóna 9 mánuðir rétt eins og ef hún hefði fengið að lifa. Þennan mismun skil ég alls ekki.“ Einar segir að móðir sem fæði andvana barn, rétt eins og konan hans, fari í gegnum sama ferli og sú sem fæðir lifandi barn sem láti lífið síðan mínútu eða jafnvel klukkustundum eftir fæðingu. Vill heyra í ráðamönnum þjóðarinnar „Munurinn á rétti þessara foreldra liggur í 6 mánuðum. En hvar er munurinn á ferlinu hjá þessu fólki. Sama vinna býður þeirra; sorgin og allt sem henni fylgir og svo að jafna sig eftir meðgöngu og fæðingu.“ Einar segist vilja fá að heyra í ráðamönnum þjóðarinnar og hvernig þeir geti með góðu látið aðra eins vitleysu viðgangast í kerfinu. „Ég væri til í að heyra frá ráðamönnum þjóðarinnar hvernig þeir geta með góðu látið aðra eins vitleysu viðgangast í kerfinu. Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég er ekki að kalla eftir neinu fyrir mig og mína, en mikið vona ég að menn vakni og leiðrétti þessa vitleysu sem að meira að segja fagaðilarnir í kerfinu furða sig á.“Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, vinnur að frumvarpi um breytingu á 12. grein laga um fæðingar- og foreldraorlof sem tekur á þessari mismunun. „Ég er rétt byrjaður að fara stað með þetta og er svona að skoða þetta mál,“ segir Páll Valur . „Þessi mismunun sem Einar talar um og virðist vera í kerfinu er að ef barn fæðist andavana eiga foreldrar aðeins rétt á þriggja mánaðar orlofi en deyi barni rétt eftir fæðingu fá foreldrar fullt orlof.“ Páll segir að í því virðist liggja misræmi. „Ég á eftir að afla mér enn meiri upplýsingar um þetta mál en þetta er komið í ferli hjá mér. Ég mun síðan leggja fram frumvarp um breytingu á 12. grein laga um fæðingarorlof. Ég hafði í raun ekki hugmynd um þetta eins og svo margt annað í þessu lífi. Síðan les maður þessa hugleiðingu Einars, sem er reyndar góður vinur minn og fyrrum vinnufélagi, og þetta snerti mig gríðarlega.“ Páll segist hafa verið hvattur til þess að skoða málið í athugasemdakerfinu á Fésbókarsíðu Einars. „Sem þingmaður, þá verð ég að hlýða kalli kjósenda. Ég mun leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að móðir sem fæði andvana barn fái fullt orlof. Svona mun ég leggja fram frumvarpið en síðan verður jafnvel einhver umræða um málið á Alþingi og þá verður niðurstaðan kannski einhver millileið.“
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira