„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 06:45 Snorri Steinn Guðjónsson á landsliðsæfingu í gær. fréttablaðið/stefán Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“ Handbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Sjá meira
Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“
Handbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Sjá meira