„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 06:45 Snorri Steinn Guðjónsson á landsliðsæfingu í gær. fréttablaðið/stefán Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“ Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“
Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira