Lífið

Fótóbombaði Emmy-sigurvegarana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Kerry Washington, sem er hvað þekktust úr sjónvarpsþáttunum Scandal, var í góðu stuði á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í nótt.

Kerry gerði sér lítið fyrir og fótóbombaði sigurvegarana úr sjónvarpsþáttunum Modern Family.

Sofia Vergara, sem leikur í Modern Family, setti myndina inn á Instagram-síðu sína en vissi eflaust ekki af fótóbombinu.

Nú styttist í að Scandal hefji göngu sína aftur og þó Kerry hafi ekki unnið til verðlauna á Emmy-hátíðinni í nótt bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig fer fyrir henni og samstarfsfélögum hennar.


Tengdar fréttir

Stórleikarar grínast fyrir Emmy-hátíðina

Leikkonan Julia Louis-Dreyfus slær heldur betur í gegn í nýjasta myndskeiði sem birt er til þess að vekja athygli á Emmy-hátíðinni sem styttist óðum í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.