Allt þetta myrkur var ekki til einskis Ellý Ármanns skrifar 26. ágúst 2014 09:15 Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og notandi Grófarinnar sem er geðverndarmiðstöð þar sem unnið er að því að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata skrifar pistil þar sem hann deilir reynslu sinni af einlægni sem lesa má hér í heild sinni.Eymundur heldur fyrirlestra um geðheilbrigði og deilir reynslu sinni af geðröskunum.Með mastersgráðu í kvíða Ég myndi segja að ég væri með mastersgráðu í kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég var spurður að því hvort ég væri til í að skrifa mína sögu, þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þar sem mér er þetta hugleikið. Nokkuð sem ég þorði ekki að tala um í ein 30 ár ævi minnar út af skömm. Til að hjálpa öðrum og minnka fordóma í þjóðfélaginu þurfum við notendur í bata að geta stigið fram og miðlað af okkar reynslu. Ég hef notað margar grímur og leikið mörg leikrit í lífinu til að fela mína líðan, þannig að ég gat kannski ekki ætlast til að aðrir hefðu séð hvernig mér leið ef ég þorði ekki að tala um það sjálfur. En hvernig á maður að geta talað um eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill engnn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf.Mæli ekki með að deyfa sig með áfengi Ég er fæddur árið 1967 og hef glímt við mínar geðraskanir í ein 30 ár. Ég á aldraða foreldra sem hafa lagt mikið á sig til að við sex systkinin hefðum það sem allra best. Ég byrjaði að finna fyrir kvíða um níu ára aldur. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og þetta þróaðist svo yfir í félagskvíða um fermingaraldur. Þá var ég farin að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir og sem veitti mér félagsskap. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leytið var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Ég byrjaði strax að vinna eftir grunnskóla og stundaði vinnuna vel og svo hélt fótboltinn mér í félagsskap en þess utan var ég mest heima og stundaði ekkert félagslíf með mínum vinum. Þeir voru alveg hættir að biðja mig að koma með sér þar sem ég sagði alltaf nei. Nema þegar átti að vera gleðskapur, það var nefninlega þannig að þegar áfengi var við hönd kom kjarkurinn til að gera hluti sem ég þorði ekki annars. Áfengi var mitt lyf í þá daga og ég endaði oftast í „blakkouti”, en ég mæli ekki með þeirri leið.Verkirnir urðu til góðs 27 ára þurfti ég að hætta í fótbolta vegna vandamála í mjaðmaliðum. Ég stundaði mína vinnu þannig í fjögur ár og deyfði mig með áfengi um helgar. Ég átti mjög erfitt með að vera innan um fólk og frá 15 ára aldri hafði ég hugsað um að taka mitt eigið líf en sem betur fer hafði ég ekki kjarkinn til þess. Árið 2004 var ég orðinn öryrki vegna mjaðmavandamálanna og þótti það mikil skömm. Það var erfitt að sætta sig við að missa heilsu og hætta að vinna og óska ég engum þess en í mínu tilviki varð það til þess að ég eignaðist það líf sem ég hef í dag. Vegna þess að í verkjaskóla fékk ég fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi og lagði af stað í þá miklu vinnu með sjálfan mig sem staðið hefur síðan þá og stendur enn.Mikilvægt að gera upp fortíðina Ég byrjaði með að leita hjálpar hjá mínum heimilislækni sem reyndist mér vel og gaf mér lyf ásamt samtalsmeðferð. Það gekk nokkuð vel en ég fann að það virkaði illa að drekka ofan í lyfin. Í kjölfarið reyndi ég að hætta að drekka og fór á endanum í AA og svo í gegnum 12 sporin. Með því að gera upp fortíðina var eins og ég losnaði við mörg tonn og ég gat haldið áfram minni göngu einn dag í einu. Vinnan fór að skila sér og ég sá ljós í myrkrinu.Eigin fordómar voru verstir Árið 2007 ráðlagði heimilislæknirinn minn mér að fara í Starfsendurhæfingu norðurlands. Ég sló til og fór í prógram þar sem unnið er með hópefli, sjálfsstyrkingu og hefðbundið nám í bland. Það fann ég að gerði mér mjög gott en þó fór svo að snemma árs 2008 varð ég mjög veikur og eftir að hafa fengið hvatningu hjá Starfsendurhæfingunni lagðist ég inn á geðdeild FSA. Það var erfitt skref að stíga því ég hafði mikla fordóma gagnvart geðdeildum og vildi ekki að fólk vissi að ég væri þar og héldi kannski að ég væri nú endanlega orðinn geðveikur. En ég vissi þó innst inni að það skiptir ekki máli hvað aðrir halda heldur hvað þú ert að gera til að öðlast betra líf og ég þurfti fyrst og fremst að losa mig við eigin fordóma.Fékk að vinna á mínum hraða Eftir hálfan mánuð á geðdeildinni var mér farið að líða betur og ég hafði fengið ný lyf sem virkuðu betur fyrir mig. Minn læknir var að mennta sig í hugrænni atferlismeðferð og fékk að nota mig sem tilraunadýr í því námi. Þegar ég útskrifaðist eftir mánaðardvöl var lífið orðið betra og ég gat hafið nám í Starfsendurhæfingunni á nýjan leik. Það var mikilvægur þáttur í bataferlinu að þar fékk ég tækifæri til að gera hlutina á mínum hraða og þó ég missti úr vegna veikinda þá gat ég komið aftur inn þegar ég var tilbúinn. Það er mjög gott að finna því annars fer maður út í að berjast áfram við eitthvað sem maður ræður ekki við. Um sumarið fór ég í félagskvíðahóp á göngudeild FSA og í framhaldi af því í 6 vikur á geðsvið Reykjalundar í hugræna atferlismeðferð.Valdefling gaf von um bata Ég kláraði skólann 2009, ári á eftir áætlun og í starfsendurhæfingunni var mér bent á möguleikann að fara suður í Ráðgjafaskóla Íslands því það var talið henta mér. Það gerði ég og þá kynntist ég Hugarafli. Ég man eftir því þegar ég var á leiðinni þangað í fyrsta sinn hugsaði ég: „Ég er nú ekki svona geðveikur“. Þrátt fyrir allt þetta ferli og alla þessa vinnu með minn sjúkdóm voru fordómarnir ennþá þetta miklir hjá mér. En svo kom í ljós að í Hugarafli var bara fólk eins og ég sem var að vinna í sínum málum og þar var mér mjög vel tekið. Ég mætti í Hugarafl á hverjum degi í þá þrjá mánuði sem ég var í ráðgjafaskólanum. Mér leist svo vel á þessa hugmyndafræði um valdeflingu og ég fann hvernig hún gaf mér von um bata. Þegar náminu í ráðgjafaskólanum lauk, eftir þrjá mánuði, flutti ég aftur norður. En hér var ekkert. Það var allt í einu enginn tilgangur með því að fara á fætur á morgnana. Svo ég fór suður aftur, fór aftur í Hugarafl og fann aftur tilgang með lífinu.Allt þetta myrkur var ekki til einskis Haustið 2010 byrjaði ég í félagsliðanámi í Borgarholtsskóla. Á sama tíma fór ég að taka þátt í Geðfræðslunni, en hún gengur meðal annars út á það að fara í skóla og halda fyrirlestra um geðheilbrigði og segja frá reynslu sinni af geðröskunum. Þegar ég fór með mína fyrstu fræðslu í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og talaði fyrir framan 100 manns – ég sem hafði verið með kvíða og félagsfælni næstum allt mitt líf – fann ég hvað ég var orðinn sterkur einstaklingur og með mikið sjálfstraust. Allt þetta myrkur í 30 ár var þá ekki til einskis, þar sem ég get gefið öðrum von og sýnt þeim að það er engin skömm að vera með geðröskun, það er enginn vonlaus og það er hægt að fá hjálp.Mikill sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið Þegar þarna var komið hafði ég minnkað lyfjatöku mjög mikið – talandi um að spara í heilbrigðiskerfinu þá er gríðarlegur sparnaður sem svona starf hefur í för með sér. Það er gott að fá lyf og þau hjálpa mikið en það þarf að vinna með þeim. Ég hef haldið áfram, tekið fleiri skref, og hugsanlega verð ég lyfjalaus einhverntíman en það er ekki markmið í sjálfu sér.Kominn tími á að opna umræðu um geðraskanir og sjálfsvíg Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leita sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og afleiðingum þeirra. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem taka sitt eigið líf á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim.Grófin-geðverndarmiðstöð er staðsett í Hafnarstræti 95, 4 hæð. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og notandi Grófarinnar sem er geðverndarmiðstöð þar sem unnið er að því að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata skrifar pistil þar sem hann deilir reynslu sinni af einlægni sem lesa má hér í heild sinni.Eymundur heldur fyrirlestra um geðheilbrigði og deilir reynslu sinni af geðröskunum.Með mastersgráðu í kvíða Ég myndi segja að ég væri með mastersgráðu í kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég var spurður að því hvort ég væri til í að skrifa mína sögu, þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þar sem mér er þetta hugleikið. Nokkuð sem ég þorði ekki að tala um í ein 30 ár ævi minnar út af skömm. Til að hjálpa öðrum og minnka fordóma í þjóðfélaginu þurfum við notendur í bata að geta stigið fram og miðlað af okkar reynslu. Ég hef notað margar grímur og leikið mörg leikrit í lífinu til að fela mína líðan, þannig að ég gat kannski ekki ætlast til að aðrir hefðu séð hvernig mér leið ef ég þorði ekki að tala um það sjálfur. En hvernig á maður að geta talað um eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill engnn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf.Mæli ekki með að deyfa sig með áfengi Ég er fæddur árið 1967 og hef glímt við mínar geðraskanir í ein 30 ár. Ég á aldraða foreldra sem hafa lagt mikið á sig til að við sex systkinin hefðum það sem allra best. Ég byrjaði að finna fyrir kvíða um níu ára aldur. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og þetta þróaðist svo yfir í félagskvíða um fermingaraldur. Þá var ég farin að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir og sem veitti mér félagsskap. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leytið var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Ég byrjaði strax að vinna eftir grunnskóla og stundaði vinnuna vel og svo hélt fótboltinn mér í félagsskap en þess utan var ég mest heima og stundaði ekkert félagslíf með mínum vinum. Þeir voru alveg hættir að biðja mig að koma með sér þar sem ég sagði alltaf nei. Nema þegar átti að vera gleðskapur, það var nefninlega þannig að þegar áfengi var við hönd kom kjarkurinn til að gera hluti sem ég þorði ekki annars. Áfengi var mitt lyf í þá daga og ég endaði oftast í „blakkouti”, en ég mæli ekki með þeirri leið.Verkirnir urðu til góðs 27 ára þurfti ég að hætta í fótbolta vegna vandamála í mjaðmaliðum. Ég stundaði mína vinnu þannig í fjögur ár og deyfði mig með áfengi um helgar. Ég átti mjög erfitt með að vera innan um fólk og frá 15 ára aldri hafði ég hugsað um að taka mitt eigið líf en sem betur fer hafði ég ekki kjarkinn til þess. Árið 2004 var ég orðinn öryrki vegna mjaðmavandamálanna og þótti það mikil skömm. Það var erfitt að sætta sig við að missa heilsu og hætta að vinna og óska ég engum þess en í mínu tilviki varð það til þess að ég eignaðist það líf sem ég hef í dag. Vegna þess að í verkjaskóla fékk ég fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi og lagði af stað í þá miklu vinnu með sjálfan mig sem staðið hefur síðan þá og stendur enn.Mikilvægt að gera upp fortíðina Ég byrjaði með að leita hjálpar hjá mínum heimilislækni sem reyndist mér vel og gaf mér lyf ásamt samtalsmeðferð. Það gekk nokkuð vel en ég fann að það virkaði illa að drekka ofan í lyfin. Í kjölfarið reyndi ég að hætta að drekka og fór á endanum í AA og svo í gegnum 12 sporin. Með því að gera upp fortíðina var eins og ég losnaði við mörg tonn og ég gat haldið áfram minni göngu einn dag í einu. Vinnan fór að skila sér og ég sá ljós í myrkrinu.Eigin fordómar voru verstir Árið 2007 ráðlagði heimilislæknirinn minn mér að fara í Starfsendurhæfingu norðurlands. Ég sló til og fór í prógram þar sem unnið er með hópefli, sjálfsstyrkingu og hefðbundið nám í bland. Það fann ég að gerði mér mjög gott en þó fór svo að snemma árs 2008 varð ég mjög veikur og eftir að hafa fengið hvatningu hjá Starfsendurhæfingunni lagðist ég inn á geðdeild FSA. Það var erfitt skref að stíga því ég hafði mikla fordóma gagnvart geðdeildum og vildi ekki að fólk vissi að ég væri þar og héldi kannski að ég væri nú endanlega orðinn geðveikur. En ég vissi þó innst inni að það skiptir ekki máli hvað aðrir halda heldur hvað þú ert að gera til að öðlast betra líf og ég þurfti fyrst og fremst að losa mig við eigin fordóma.Fékk að vinna á mínum hraða Eftir hálfan mánuð á geðdeildinni var mér farið að líða betur og ég hafði fengið ný lyf sem virkuðu betur fyrir mig. Minn læknir var að mennta sig í hugrænni atferlismeðferð og fékk að nota mig sem tilraunadýr í því námi. Þegar ég útskrifaðist eftir mánaðardvöl var lífið orðið betra og ég gat hafið nám í Starfsendurhæfingunni á nýjan leik. Það var mikilvægur þáttur í bataferlinu að þar fékk ég tækifæri til að gera hlutina á mínum hraða og þó ég missti úr vegna veikinda þá gat ég komið aftur inn þegar ég var tilbúinn. Það er mjög gott að finna því annars fer maður út í að berjast áfram við eitthvað sem maður ræður ekki við. Um sumarið fór ég í félagskvíðahóp á göngudeild FSA og í framhaldi af því í 6 vikur á geðsvið Reykjalundar í hugræna atferlismeðferð.Valdefling gaf von um bata Ég kláraði skólann 2009, ári á eftir áætlun og í starfsendurhæfingunni var mér bent á möguleikann að fara suður í Ráðgjafaskóla Íslands því það var talið henta mér. Það gerði ég og þá kynntist ég Hugarafli. Ég man eftir því þegar ég var á leiðinni þangað í fyrsta sinn hugsaði ég: „Ég er nú ekki svona geðveikur“. Þrátt fyrir allt þetta ferli og alla þessa vinnu með minn sjúkdóm voru fordómarnir ennþá þetta miklir hjá mér. En svo kom í ljós að í Hugarafli var bara fólk eins og ég sem var að vinna í sínum málum og þar var mér mjög vel tekið. Ég mætti í Hugarafl á hverjum degi í þá þrjá mánuði sem ég var í ráðgjafaskólanum. Mér leist svo vel á þessa hugmyndafræði um valdeflingu og ég fann hvernig hún gaf mér von um bata. Þegar náminu í ráðgjafaskólanum lauk, eftir þrjá mánuði, flutti ég aftur norður. En hér var ekkert. Það var allt í einu enginn tilgangur með því að fara á fætur á morgnana. Svo ég fór suður aftur, fór aftur í Hugarafl og fann aftur tilgang með lífinu.Allt þetta myrkur var ekki til einskis Haustið 2010 byrjaði ég í félagsliðanámi í Borgarholtsskóla. Á sama tíma fór ég að taka þátt í Geðfræðslunni, en hún gengur meðal annars út á það að fara í skóla og halda fyrirlestra um geðheilbrigði og segja frá reynslu sinni af geðröskunum. Þegar ég fór með mína fyrstu fræðslu í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og talaði fyrir framan 100 manns – ég sem hafði verið með kvíða og félagsfælni næstum allt mitt líf – fann ég hvað ég var orðinn sterkur einstaklingur og með mikið sjálfstraust. Allt þetta myrkur í 30 ár var þá ekki til einskis, þar sem ég get gefið öðrum von og sýnt þeim að það er engin skömm að vera með geðröskun, það er enginn vonlaus og það er hægt að fá hjálp.Mikill sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið Þegar þarna var komið hafði ég minnkað lyfjatöku mjög mikið – talandi um að spara í heilbrigðiskerfinu þá er gríðarlegur sparnaður sem svona starf hefur í för með sér. Það er gott að fá lyf og þau hjálpa mikið en það þarf að vinna með þeim. Ég hef haldið áfram, tekið fleiri skref, og hugsanlega verð ég lyfjalaus einhverntíman en það er ekki markmið í sjálfu sér.Kominn tími á að opna umræðu um geðraskanir og sjálfsvíg Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leita sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og afleiðingum þeirra. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem taka sitt eigið líf á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim.Grófin-geðverndarmiðstöð er staðsett í Hafnarstræti 95, 4 hæð.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira