Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. Berezovsky var gerður að flotaforingja Úkraínu í gær.
Frá þessu er sagt á vef BBC.
Hann gaf út þá tilkynningu að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Sagði hann daginn í dag muna vera afmælisdag flota sjálfstæðs ríkis á Krímskaga. Næst sór hann þess heit að fara eftir skipunum Sergiy Aksyonov og verja líf og frelsi íbúa svæðisins.
Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu í svari við aðgerðum Rússa á Krímskaga. Bandaríkin hafa varað Rússa við því að þeim gætu verið vikið úr G8. Nýr forseti Úkraínu segir landið á barmi hörmungar.
Berezovsky hefur verið ákærður fyrir landráð í kjölfar yfirlýsingarinnar.
Erlent
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum
Tengdar fréttir
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir.
Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu
Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara.
Rússneskir hermenn sitja um herstöð
Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga."