Handbolti

Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta.

Haukar þekkja það betur en flest félög að fara í Laugardalshöllina og verða bikarmeistarar en Haukaliðin hafa unnið 12 af 16 bikarúrslitaleikjum sínum á þessari öld.

Handboltalið karla er með 83 prósent sigurhlutfall en kvennakörfuboltaliðið er með 80 prósent sigurhlutfall. Kvennahandboltaliðið er „bara“ með 60 prósent sigurhlutfall í bikarúrslitaleikjum sínum en vann tvo þá síðustu,  árin 2006 og 2007.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir sigra og töp Haukaliðanna í bikarúrslitaleikjum í Höllinni frá og með árinu 2000.



- Bikarúrslitaleikir Haukaliðanna á þessari öld -

Handbolti karla

2001 - 3 marka sigur á HK (24-21)

2002 - 10 marka sigur á Fram (30-20)

2006 - 4 marka tap fyrir Stjörnunni (20-24)

2010 - 8 marka sigur á Val (23-15)

2012 - 8 marka sigur á Fram (31-23)

2014 - 1 marks sigur á ÍR (22-21)

Samtals: 5 sigrar í 6 leikjum (83 prósent sigurhlutfall)



Handbolti kvenna

2001 - 3 marka tap fyrir ÍBV (18-21)

2003 - 1 marks sigur á ÍBV (23-22)

2004 - 3 marka tap fyrir ÍBV (32-35)

2006 - 4 marka sigur á ÍBV (29-25)

2007 - 4 marka sigur á Gróttu (26-22)

Samtals: 3 sigrar í 5 leikjum (60 prósent sigurhlutfall)



Körfubolti kvenna

2005 - 3 stiga sigur á Grindavík (72-69)

2007 - 1 stigs sigur á Keflavík (78-77)

2008 - 10 stiga tap fyrir Grindavík (67-77)

2010 - 6 stiga sigur á Keflavík (83-77)

2014 - 8 stiga sigur á Snæfelli (78-70)

Samtals: 4 sigrar í 5 leikjum (80 prósent sigurhlutfall)



Bikarúrslitaleikir Hauka frá árinu 2000:

12 sigrar í 16 leikjum (75 prósent sigurhlutfall)

Vísir/Daníel
Vísir/Daníel

Tengdar fréttir

Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir

Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×