Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2014 18:52 Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík. Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík.
Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44