Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2014 18:52 Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík. Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík.
Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44