Stjórnin hvetur heilbrigðisyfirvöld til að hefja mælingar sem fyrst Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2014 12:39 Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breytinga á skipulagi leitar að leghálskrabbameini. visir/vilhelm Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breytinga á skipulagi leitar að leghálskrabbameini en breytingarnar hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins fer fram skipulögð leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Aldursmörkum leitar vegna leghálskrabbameins var nýlega breytt. Í stað þess að hefja leitina við 20 ára aldur byrjar hún nú við 23 ára aldur og er gerð á þriggja ára fresti þar til konurnar verða 65 ára en þetta kemur fram í yfirlýsingunni frá félaginu. Í Bandaríkjunum er mælt með að leit hefjist við 21 árs aldur og sé á þriggja ára fresti til 65 ára. Í Danmörku og Svíþjóð hefst leitin við 23 ára aldur, er á þriggja ára fresti til 50 ára og síðan á fimm ára fresti til 65 ára í Danmörku en 60 ára í Svíþjóð. Í Noregi hefst leitin við 25 ára aldur og lýkur þegar konurnar eru 69 ára. Í bandarísku leiðbeiningunum er sérstaklega getið um að hjá unglingsstúlkum og ungum konum finnist oft töluvert af frumubreytingum sem geti leitt til ónauðsynlegrar hræðslu kvennanna og ofmeðhöndlunar og þess vegna er mælt með bólusetningum gegn HPV-veirum meðal unglingsstúlkna. Á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er öllum unglingsstúlkum boðin bólusetning gegn HPV-veirum. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands treystir Kristjáni Oddssyni, yfirlækni leitarsviðs félagsins, fullkomlega til að framfylgja samningi félagsins við heilbrigðisyfirvöld um krabbameinsleit. Stjórnin hvetur heilbrigðisyfirvöld til að stuðla að því að hafin verði mæling á HPV-veirum í sýnum frá leghálsi sem fyrst til að gera leitina enn hnitmiðaðri. Konur eru eindregið hvattar til að færa sér í nyt boð um að koma í krabbameinsleit sem er heilsuvernd sem skilar árangri. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breytinga á skipulagi leitar að leghálskrabbameini en breytingarnar hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins fer fram skipulögð leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Aldursmörkum leitar vegna leghálskrabbameins var nýlega breytt. Í stað þess að hefja leitina við 20 ára aldur byrjar hún nú við 23 ára aldur og er gerð á þriggja ára fresti þar til konurnar verða 65 ára en þetta kemur fram í yfirlýsingunni frá félaginu. Í Bandaríkjunum er mælt með að leit hefjist við 21 árs aldur og sé á þriggja ára fresti til 65 ára. Í Danmörku og Svíþjóð hefst leitin við 23 ára aldur, er á þriggja ára fresti til 50 ára og síðan á fimm ára fresti til 65 ára í Danmörku en 60 ára í Svíþjóð. Í Noregi hefst leitin við 25 ára aldur og lýkur þegar konurnar eru 69 ára. Í bandarísku leiðbeiningunum er sérstaklega getið um að hjá unglingsstúlkum og ungum konum finnist oft töluvert af frumubreytingum sem geti leitt til ónauðsynlegrar hræðslu kvennanna og ofmeðhöndlunar og þess vegna er mælt með bólusetningum gegn HPV-veirum meðal unglingsstúlkna. Á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er öllum unglingsstúlkum boðin bólusetning gegn HPV-veirum. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands treystir Kristjáni Oddssyni, yfirlækni leitarsviðs félagsins, fullkomlega til að framfylgja samningi félagsins við heilbrigðisyfirvöld um krabbameinsleit. Stjórnin hvetur heilbrigðisyfirvöld til að stuðla að því að hafin verði mæling á HPV-veirum í sýnum frá leghálsi sem fyrst til að gera leitina enn hnitmiðaðri. Konur eru eindregið hvattar til að færa sér í nyt boð um að koma í krabbameinsleit sem er heilsuvernd sem skilar árangri.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira