Tónlist

Kvartett Sigurðar Flosasonar á djasskvöldi KEX

Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar leikur á djasskvöldi á KEX Hostel annað kvöld, þriðjudagskvöld.

Kvartettinn skipa, auk Sigurðar, þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur. Söngkonan Ragnheiður Gröndal mun líta inn og syngja tvö lög sem sérstakur gestur. Leikin verður tónlist af glænýjum geisladiski Sigurðar, „Blátt líf“, en hann var fyrst kynntur á fjölsóttum afmælistónleikum Sigurðar í Höru í síðasta mánuði. Á diskinum eru ellefu lög eftir Sigurð sem vita ekki hvort þau er djass eða blús, að hans sögn. Tónlistin er á mörkum blúss og djass, subbuleg og seiðandi.



Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um það bil 2 klukkustundir með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×