Draumkenndur raunveruleiki Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 11:00 Elísabet Jökulsdóttir Vísir/GVA Bækur: Músin sem flaug á skottinu Elísabet Jökulsdóttir Viti menn Músin sem flaug á skottinu eftir Elísabetu Jökulsdóttur er barnabók sem kom út fyrir jól. Ég segi barnabók, enda ber hún yfirbragð barnabókar, hún er í stóru broti, letrið er stórt og auðlæsilegt, myndirnar stórar og einfaldar og aðalpersónan er mús. Aftur á móti er umfjöllunarefnið nokkuð sem á erindi við alla, bæði börn og fullorðna. Sagan segir frá einmana mús sem býr í lítilli músarholu og þráir að eignast vini. Reglulega stingur hún höfðinu upp úr holunni sinni og hrópar „Hæ, vinir!“ til þess að athuga hvort einhver svari. En enginn svarar. Hún grefur og grefur svo holan hennar stækkar, en veit ekki að moldin sem upp úr holunni kemur verður að fallegum garði. Henni líður annars ekki illa í holunni sinni, enda á hún dúnmjúkan kodda sem hún sefur vært á. Á koddanum dreymir hana alls konar drauma og ráðleggingar til að sigrast á einmanaleikanum. Stundum á músin erfitt með að greina á milli draums og veruleika. Það sama gildir um lesandann. Sagan er vissulega dálítið sorgleg og vekur sannarlega samkennd hjá lesandanum. Hún kveður að málefnum eins og þunglyndi, einangrun, einmanaleika og þrá eftir frelsi. Hún skoðar drauma í samhengi við ímyndunaraflið annars vegar og óskir hins vegar – og höfundurinn blandar þessu saman svo úr verður óræð saga sem segir samt svo margt. Bókin er skrifuð í talmálsstíl, svo hún hentar vel til upplesturs. Þetta er bók sem börn munu ekki endilega skilja til fullnustu en sagan og andrúmsloftið mun áreiðanlega hafa áhrif á þau. Hún vekur eflaust margar spurningar og gæti verið uppspretta innihaldsríkra samræðna milli barna og fullorðinna um þetta flókna líf. Hinn þungi efniviður er hins vegar afar vel falinn í hugljúfri sögu um mús sem dansar, hlær og flýgur um á skottinu sínu. Það kristallast í skiltinu sem hefur verið komið fyrir utan við músarholuna, en þar stendur: „Hér er sögð saga af einmanaleikanum. Hér er líka dansað.“ Sagan er sniðug og skemmtileg og myndirnar, eftir Jóhönnu Líf Kristjónsdóttur, eru fullar af gleði. Mér fannst bókin batna við hvern lestur og mér fór að þykja óskaplega vænt um músina sem var svo einmana í litlu holunni sinni.Niðurstaða: Falleg barnabók, með þungum undirtón, sem á erindi við börn og fullorðna. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Músin sem flaug á skottinu Elísabet Jökulsdóttir Viti menn Músin sem flaug á skottinu eftir Elísabetu Jökulsdóttur er barnabók sem kom út fyrir jól. Ég segi barnabók, enda ber hún yfirbragð barnabókar, hún er í stóru broti, letrið er stórt og auðlæsilegt, myndirnar stórar og einfaldar og aðalpersónan er mús. Aftur á móti er umfjöllunarefnið nokkuð sem á erindi við alla, bæði börn og fullorðna. Sagan segir frá einmana mús sem býr í lítilli músarholu og þráir að eignast vini. Reglulega stingur hún höfðinu upp úr holunni sinni og hrópar „Hæ, vinir!“ til þess að athuga hvort einhver svari. En enginn svarar. Hún grefur og grefur svo holan hennar stækkar, en veit ekki að moldin sem upp úr holunni kemur verður að fallegum garði. Henni líður annars ekki illa í holunni sinni, enda á hún dúnmjúkan kodda sem hún sefur vært á. Á koddanum dreymir hana alls konar drauma og ráðleggingar til að sigrast á einmanaleikanum. Stundum á músin erfitt með að greina á milli draums og veruleika. Það sama gildir um lesandann. Sagan er vissulega dálítið sorgleg og vekur sannarlega samkennd hjá lesandanum. Hún kveður að málefnum eins og þunglyndi, einangrun, einmanaleika og þrá eftir frelsi. Hún skoðar drauma í samhengi við ímyndunaraflið annars vegar og óskir hins vegar – og höfundurinn blandar þessu saman svo úr verður óræð saga sem segir samt svo margt. Bókin er skrifuð í talmálsstíl, svo hún hentar vel til upplesturs. Þetta er bók sem börn munu ekki endilega skilja til fullnustu en sagan og andrúmsloftið mun áreiðanlega hafa áhrif á þau. Hún vekur eflaust margar spurningar og gæti verið uppspretta innihaldsríkra samræðna milli barna og fullorðinna um þetta flókna líf. Hinn þungi efniviður er hins vegar afar vel falinn í hugljúfri sögu um mús sem dansar, hlær og flýgur um á skottinu sínu. Það kristallast í skiltinu sem hefur verið komið fyrir utan við músarholuna, en þar stendur: „Hér er sögð saga af einmanaleikanum. Hér er líka dansað.“ Sagan er sniðug og skemmtileg og myndirnar, eftir Jóhönnu Líf Kristjónsdóttur, eru fullar af gleði. Mér fannst bókin batna við hvern lestur og mér fór að þykja óskaplega vænt um músina sem var svo einmana í litlu holunni sinni.Niðurstaða: Falleg barnabók, með þungum undirtón, sem á erindi við börn og fullorðna.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira