Í skugga átaka Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:00 "Farangur er áferðarfallegt og heilsteypt verk og sannar hvað Valgerður er fær danshöfundur.“ Dans: Þríleikur – Tilbrigði, Berserkir og Farangur Íslenski dansflokkurinn Laugardaginn 8. febrúar var vetrarfrumsýning Íslenska dansflokksins undir nafninu Þríleikur. Á efnisskrá kvöldsins voru þrjú verk. Sólóverkið Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, Berserkir eftir Lene Boel og Farangur eftir Valgerði Rúnarsdóttur. Verkin voru mjög ólík að efni og aðferð og misjöfn að gæðum. Tilbrigð er sólódansverk við tónverk Jean Sibeliusar Tilbrigði við þema í D-moll fyrir einleiksselló. Dansverkið var samið sérstaklega fyrir Ellen Margréti Bæhernz sem gat þó ekki dansað á frumsýningunni vegna meiðsla svo það kom í hlut Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur að dansa verkið við lifandi undirleik Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Tónlistin er uppspretta hreyfinga verksins og er dansarinn, samkvæmt höfundi, endurkast hennar. Dans Melkorku Sigríðar undirstrikaði þessa ætlan höfundar en þó vantaði meiri neista í hreyfingarnar til að verkið næði að skína til fullnustu. Lýsingin hjálpaði heldur ekki nægilega til, hún hefði þurft að vera skarpari til að dansinn fengi notið sín betur. Það var athyglisvert að listakonurnar deildu ekki eiginlegu rými á sviðinu heldur dönsuðu og spiluðu hvor í sinni ljóskeilunni framarlega á sviðinu. Það var því eins og um tvo viðburði væri að ræða þó að þeir kölluðust á hvað varðar búninga og hljóðheiminn áttu þær saman. Tilbrigði er einfalt og fallegt verk en ekki nægilega tilþrifamikið fyrir stóra sviðið. Það myndi örugglega koma vel út í minna rými. Berserkir eftir Lene Boel var númer tvö á efnisskránni. Í því leitar Lene í ólíka dansstíla, breik, nútímadans, ballett og svo akróbatík til að ná fram þeim krafti sem verkið býr yfir. Berserkir er mjög líkamlega krefjandi verk fyrir dansarana og keyrsla frá upphafi til enda. Á frumsýningunni slasaðist einn af aðaldönsurunum, Berglind Rafnsdóttir, í upphafi sýningarinnar og gat ekki klárað hlutverkið. Aðrir dansarar fylltu þá upp í tapaðar senur og héldu dansinum áfram í þær um það bil 30 mínútur sem eftir voru svo vel að margir í salnum tóku ekki eftir. Að verki loknu mætti Berglind svo í hneiginguna en það fór ekki á milli mála hversu sárþjáð hún var. Það þarf færni og áræðni til að halda áfram dansverki þegar uppbygging þess er brostin og eiga dansararnir hrós skilið fyrir það. Um ágæti verksins er aftur á móti ekki hægt að dæma eftir frumsýninguna og mun undirrituð því fara aftur á Þríleikinn, líklega að hálfum mánuði liðnum, og skrifa um Berserkina. Líkami dansarans er eins og fingur píanóleikara, forsendan fyrir ferli hans og meiðsli geta því ekki aðeins ógnað atvinnuöryggi um stundarsakir heldur framtíðarmöguleikum í faginu. Bæði Ellen og Berglind eru ungir og efnilegir dansarar sem eiga framtíðina fyrir sér og því vonandi að þær komist aftur á sviðið sem fyrst. Síðasta verkið á efnisskránni var Farangur, 40 mínútna og fjögurra stjörnu verk eftir Valgerði Rúnarsdóttur en hún frumsýndi einnig nýtt verk í Þjóðleikhúsinu í janúar síðastliðnum við góðar undirtektir. Farangur er áferðarfallegt og heilsteypt verk og sannar hvað Valgerður er fær danshöfundur. Frumsýning dansflokksins á laugardaginn bar átökum innan flokksins vitni, meiðslin og fjarvera eldri og reyndari dansara voru sýnileg en einnig fór ekki framhjá gagnrýnanda að þungt var í mörgum áhorfendum á sýningunni. Þetta ástand er grafalvarlegt, ekki síst þegar haft er í huga að Íslenski dansflokkurinn er eini atvinnudansflokkurinn hér á landi sem býður upp á heilsárs starf fyrir dansara. Dansáhugafólk um allt land þarf því að krossa fingur að þessu átökum linni og þeir sem að deilunum koma þurfa að taka sig saman í andlitinu sem fyrst svo hægt sé að hlakka til næstu frumsýningar flokksins í byrjun júní á Listahátíð í Reykjavík.Niðurstaða: Ágætis sýning sem gefur góða innsýn í fjölbreytileika þeirra verkefna sem nútímadansarar þurfa að takast á við. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans: Þríleikur – Tilbrigði, Berserkir og Farangur Íslenski dansflokkurinn Laugardaginn 8. febrúar var vetrarfrumsýning Íslenska dansflokksins undir nafninu Þríleikur. Á efnisskrá kvöldsins voru þrjú verk. Sólóverkið Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, Berserkir eftir Lene Boel og Farangur eftir Valgerði Rúnarsdóttur. Verkin voru mjög ólík að efni og aðferð og misjöfn að gæðum. Tilbrigð er sólódansverk við tónverk Jean Sibeliusar Tilbrigði við þema í D-moll fyrir einleiksselló. Dansverkið var samið sérstaklega fyrir Ellen Margréti Bæhernz sem gat þó ekki dansað á frumsýningunni vegna meiðsla svo það kom í hlut Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur að dansa verkið við lifandi undirleik Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Tónlistin er uppspretta hreyfinga verksins og er dansarinn, samkvæmt höfundi, endurkast hennar. Dans Melkorku Sigríðar undirstrikaði þessa ætlan höfundar en þó vantaði meiri neista í hreyfingarnar til að verkið næði að skína til fullnustu. Lýsingin hjálpaði heldur ekki nægilega til, hún hefði þurft að vera skarpari til að dansinn fengi notið sín betur. Það var athyglisvert að listakonurnar deildu ekki eiginlegu rými á sviðinu heldur dönsuðu og spiluðu hvor í sinni ljóskeilunni framarlega á sviðinu. Það var því eins og um tvo viðburði væri að ræða þó að þeir kölluðust á hvað varðar búninga og hljóðheiminn áttu þær saman. Tilbrigði er einfalt og fallegt verk en ekki nægilega tilþrifamikið fyrir stóra sviðið. Það myndi örugglega koma vel út í minna rými. Berserkir eftir Lene Boel var númer tvö á efnisskránni. Í því leitar Lene í ólíka dansstíla, breik, nútímadans, ballett og svo akróbatík til að ná fram þeim krafti sem verkið býr yfir. Berserkir er mjög líkamlega krefjandi verk fyrir dansarana og keyrsla frá upphafi til enda. Á frumsýningunni slasaðist einn af aðaldönsurunum, Berglind Rafnsdóttir, í upphafi sýningarinnar og gat ekki klárað hlutverkið. Aðrir dansarar fylltu þá upp í tapaðar senur og héldu dansinum áfram í þær um það bil 30 mínútur sem eftir voru svo vel að margir í salnum tóku ekki eftir. Að verki loknu mætti Berglind svo í hneiginguna en það fór ekki á milli mála hversu sárþjáð hún var. Það þarf færni og áræðni til að halda áfram dansverki þegar uppbygging þess er brostin og eiga dansararnir hrós skilið fyrir það. Um ágæti verksins er aftur á móti ekki hægt að dæma eftir frumsýninguna og mun undirrituð því fara aftur á Þríleikinn, líklega að hálfum mánuði liðnum, og skrifa um Berserkina. Líkami dansarans er eins og fingur píanóleikara, forsendan fyrir ferli hans og meiðsli geta því ekki aðeins ógnað atvinnuöryggi um stundarsakir heldur framtíðarmöguleikum í faginu. Bæði Ellen og Berglind eru ungir og efnilegir dansarar sem eiga framtíðina fyrir sér og því vonandi að þær komist aftur á sviðið sem fyrst. Síðasta verkið á efnisskránni var Farangur, 40 mínútna og fjögurra stjörnu verk eftir Valgerði Rúnarsdóttur en hún frumsýndi einnig nýtt verk í Þjóðleikhúsinu í janúar síðastliðnum við góðar undirtektir. Farangur er áferðarfallegt og heilsteypt verk og sannar hvað Valgerður er fær danshöfundur. Frumsýning dansflokksins á laugardaginn bar átökum innan flokksins vitni, meiðslin og fjarvera eldri og reyndari dansara voru sýnileg en einnig fór ekki framhjá gagnrýnanda að þungt var í mörgum áhorfendum á sýningunni. Þetta ástand er grafalvarlegt, ekki síst þegar haft er í huga að Íslenski dansflokkurinn er eini atvinnudansflokkurinn hér á landi sem býður upp á heilsárs starf fyrir dansara. Dansáhugafólk um allt land þarf því að krossa fingur að þessu átökum linni og þeir sem að deilunum koma þurfa að taka sig saman í andlitinu sem fyrst svo hægt sé að hlakka til næstu frumsýningar flokksins í byrjun júní á Listahátíð í Reykjavík.Niðurstaða: Ágætis sýning sem gefur góða innsýn í fjölbreytileika þeirra verkefna sem nútímadansarar þurfa að takast á við.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira