Hátt í fjögurra tíma hitafundi lokið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 23:00 Frá fundinum langa. vísir/daníel Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson
Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21