Opið bréf til innanríkisráðherra Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun