Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helmingur orkunotkunar á Íslandi er raforka, fjórðungur er jarðvarmi, olía notuð innanlands er 15% og olía fyrir millilandaflug er 10%. Samhljómur er um að auka orkuöryggi, draga sem fyrst úr olíunotkun og auka orkunýtni. Hér er fjallað um átta verkefni sem stjórnvöld þurfa m.a. að klára til að styðja við þessi markmið. Verkefnin má klára hratt og þau eru hagnýt ef eitt skref er tekið í einu með skýr markmið, heildstæðar upplýsingar og forgangsröðun í huga. Orkunýtni Evrópusambandið innleiddi reglur um orkunýtni árið 2012 til að stuðla að því að markmið í loftslagsmálum náist. Líklegt er að Ísland taki upp markmið um orkunýtni fyrir tímabilið 2025 til 2030. Orkunýtni nær bæði yfir aðgerðir hins opinbera sem stuðla að því að orka sé nýtt betur og einnig hvernig samfélagið í heild sinni notar orku. Horft er á alla orkunotkun: Raforku, varma og eldsneyti. Yfirleitt er aðaláherslan á endanlega notkun, sem undanskilur t.d. orkuna sem orkufyrirtækin nota sjálf. Árangur er mældur á þrjá vegu: 1. Hve mikil orka er notuð miðað við fyrri framtíðarhorfur, 2. Hve mikil orka er spöruð óháð því hve mikil orka er notuð að öðru leyti, og 3. Hve mikil orka er notuð fyrir hverja einingu af landsframleiðslu. Þannig setti t.d. Noregur sér markmið bæði um að spara tiltekið magn af orku til ársins 2030, og að orkunotkun í hlutfalli við landsframleiðslu minnki um 30% á tímabilinu 2015 til 2030. Í orkuspá Orkustofnunar 2024-50 sem nýverið kom út er spáð fyrir um orkunýtni Íslands til ársins 2030. Samkvæmt henni hefur nú þegar náðst verulegur árangur í orkunýtni. Þar kemur einnig fram mat á því hve miklum árangri styrkir við rafbíla hafa skilað, stuðningur Orkusjóðs við varmadælur og rafknúnar ferjur, og hvaða áhrif olíugjöld hafa á olíunotkun. Halda þarf áfram að bæta gögn og greiningar um möguleika og kostnaðarmat varðandi orkunýtni. Orkuöryggi Orkuöryggi snýst um að hafa skýr viðmið og lausnir sem lágmarka líkur á orkuskorti og tryggja skilvirka úrlausn þegar til skorts kemur. Í tilfelli olíu snýst öryggið helst um að eiga nægar birgðir í landinu hverju sinni, um langa hríð hefur staðið til að bæta umgjörð og framkvæmd til að tryggja betur birgðastöðu líkt og tíðkast erlendis. Öryggi jarðvarma snýr helst að því að tryggt sé að ekki komi til truflana á húshitun. Hitaveitur sjá um þetta verkefni hver á sínu svæði en að öðru leyti er ekki til staðar umgjörð um hvernig öryggið skal tryggt. Raforkuskortur er þegar skammta þarf forgangsorku. Til að bæta raforkuöryggi er mikilvægasta næsta skref að skýra markmiðin, hlutverk hins opinbera og ákvarðanatöku hvað stöðumat varðar og úrlausn þegar til skorts kemur. Noregur er hvað líkast Íslandi varðandi hlutdeild vatnsorku og áhrif náttúrulegra sveiflna uppistöðulóna á orkuöryggi. Þar liggur ábyrgð raforkuöryggis hjá orkustofnun og raforkueftirliti með yfirsýn ráðuneytis. Framkvæmdin er hjá flutnings- og dreifiveitum raforku. Staðan hverju sinni er flokkuð með hlutlægum hætti, og lög eru til staðar um hvernig skuli bregðast við þegar líkur á skömmtun aukast eða raungerast. Forgangsorkan sem orkuöryggi snýst um er öll venjuleg orkunotkun, en undanskilin er skerðanleg orka þar sem t.d. álver fá afslátt af orkuverði fyrir að samþykkja að vera skert þegar lítið vatn er í uppistöðulónum, eða sú varmaorka sem sundlaugar fá afslátt af gegn því að afhending á heitu vatni sé skert í kuldaköstum. Einnig má flokka forgangsorku eftir því hvort um ræðir almenna notendur s.s. heimili og minni fyrirtæki annars vegar, og stórnotendur hins vegar. Almennt séð myndast jafnvægi milli seljenda og kaupenda sem leysir úr væntum orkuskorti. Mjög sjaldgæft er því að til inngripa eða raunverulegra skammtana raforku komi og hægt er að lágmarka líkurnar á slíku inngripi með bættri upplýsingagjöf og umgjörð. Í framhaldinu má taka til skoðunar flóknari markaðslausnir sem auka öryggi enn frekar. Hitaveitulög Lög um dreifingu heits vatns á Íslandi eru mjög áhrifalítil samanborið við dreifingu raforku. Löggjöf um dreifingu raforku kemur að miklu leyti frá ESB með innleiðingu orkutilskipana, en þar sem hitaveitur eru ekki algengar í Evrópu hafa lög um þær ekki verið hluti af orkupökkum ESB. Dreifing á orku byggir á sérleyfi, sem er eins konar náttúruleg einokun þar sem ekki ríkir samkeppni. Fólk getur ekki valið hver dreifir heitu vatni eða rafmagni til þeirra. Hvatar til hagkvæmni eru því búnir til í löggjöf með því að ákvarða leyfðar tekjur, gera kröfu um hagræðingu og skilvirkar fjárfestingar. Eftirlit er með gjaldskrám og gagnsæi er tryggt. Stjórnsýsluferlar eru nú þegar til staðar fyrir ofangreinda þætti í dreifingu raforku og nærtækast væri að útfæra einfaldari útgáfu fyrir hitaveitur. Slíkar umbætur myndu hafa jákvæð áhrif á gagnsæi, orkunýtni, áreiðanleika og hagkvæmni húshitunar. Orkustofnun hefur birt upplýsingar um vænta eftirpspurn eftir jarðvarma, og er þróunin háð lítilli óvissu hvað húshitun varðar, en talsverð óvissa er um notkun atvinnuvega s.s. fiskeldis og baðlóna. Stofnunin hefur einnig birt ítarlegt yfirlit yfir jarðhita á yfirborði og allar borholur. Ekki liggur enn fyrir heildstætt yfirlit um mögulega aukningu í vinnslu jarðhita, hvað magn og kostnað varðar, og áætlanir um fjárfestingar eru ekki opinberar. Sólarorka í dreifbýli Við erum að stíga okkar fyrstu skref í notkun sólarorku. Í nýrri orkuspá Orkustofnunar kemur fram að gera má ráð fyrir 20 kr kostnaði á hverja kílóvattstund af sólarorku, en til samanburðar kostar raforka í dreifbýli með flutningi og dreifingu án niðurgreiðslu meira en 20 kr. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu með sólarorku í dreifbýli. Hins vegar þarf að breyta fyrirkomulagi niðurgreiðslna til að bæta hvata til aukinnar framleiðslu og bættrar nýtni orku í dreifbýli. Nú eru niðurgreiðslur ríkisins fyrir íbúa í dreifbýli og til húshitunar með raforku þannig að greiðslur lækka eftir því sem fólk nýtir orkuna betur. Með einföldum breytingum væri raunhæft að 10% raforku í dreifbýli komi frá sólarorku árið 2030. Orkustofnun birti á liðnu ári leiðbeiningar fyrir notendur til að tengja eigin framleiðslu við dreifikerfi raforku, en einnig þarf að bæta lögin sem gilda um slíkar örvirkjanir. Raforkumarkaður Nýlega hafa tekið til starfa viðskiptavettvangar raforku sem auka gagnsæi og jafnræði frá því sem áður var. Verðupplýsingar frá markaði auka hvata til orkunýtni og auka raforkuöryggi með því að hvetja til aukinnar framleiðslu þegar skortur er fyrirsjáanlegur, og notendur breyta hegðun sinni til að bæta nýtingu raforkukerfisins. Fjölmörg tækifæri opnast einnig fyrir flutningsfyrirtæki, dreifiveitur og orkufyrirtæki til að bæta áhættustýringu, auka hagkvæmni og nýta nýjar lausnir. Nauðsynlegt er hins vegar að lagaumgjörð um viðskiptahætti og markaðseftirlit sé til staðar. Undirbúningi slíkrar lagasetningar er lokið, og fordæmin eru til frá öðrum mörkuðum hér á landi og í Evrópu. Á Íslandi er heildsölumarkaður kallaður sá markaður þar sem raforka er keypt fyrir almenna notendur. Stórnotendur kaupa allajafna ekki í gegnum heildsölumarkað og nota þess í stað langtímasamninga við orkuvinnslufyrirtæki. Raforkunotkun sem helst stöðug er kölluð grunnorka, en markaðsverð grunnorku til næstu ára er í takt við mat í orkuspá Orkustofnunar á framleiðslukostnaði til ársins 2030 sem þarf til að tryggja nægt framboð. Eldsneyti Til að ná markmiðum í loftslagsmálum innanlands þurfa fiskiskip að nota endurnýjanlegt eldsneyti. Einnig koma til evrópskar reglur fyrir millilandaflug og siglingar um að notkun jarðefnaeldsneytis verði minnkuð í þrepum sem mörkuð hafa verið fram í tímann. Endurnýjanlegt eldsneyti skipa og flugvéla í dag er lífeldsneyti búið til úr plöntum. Það er að jafnaði um tvöfalt dýrara í framleiðslu en hefðbundin olía. Framleiðsla lífeldsneytis er ekki óendanleg og því mun í auknum mæli einnig þurfa að nota vetni og afurðir þess, svokallað rafeldsneyti. Eins og kemur fram í orkuspá Orkustofnunar er rafeldsneytið kostnaðarsamara en lífeldsneyti, en eftir því sem líður á næsta áratug mun kostnaður rafeldsneytis lækka og lífeldsneytis hækka þar til jafnvægi næst. Kröfur um íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis munu tryggja eftirspurn eftir rafeldsneyti. Samkeppni innlendrar framleiðslu við innflutning mun að mestu snúast um hvort langtíma raforkuverð hér á landi til stórnotenda sé lægra en erlendis. Rafeldsneyti er nýr iðnaður sem mun byggjast upp á komandi áratug. Styðja þarf nýsköpun og sprota ásamt því að kostnaðarmeta mismunandi leiðir, og auka fyrirsjáanleika eftir því sem hægt er. Loftslagsmál Með betri upplýsingum og áætlanagerð er Ísland í mjög góðri stöðu til að ná alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Þegar kostnaðarmat, áhrifamat, fjármögnun og tímasettar aðgerðir liggja fyrir geta allir unnið að því að uppfylla þær kröfur með sem hagkvæmasta hætti. Líklegt er að hagkvæmasta lausnin muni reynast fjölbreyttari en núverandi markmið stjórnvalda gera ráð fyrir. Uppfærð markmið geta til dæmis haft aðeins lægri kröfur um útfösun olíu en meiri áherslu á hvata, almennt kolefnishlutleysi, gagnamiðlun, nýsköpun og markaðslausnir. Upplýsingamál Mikil áhersla er í Evrópu á söfnun og hraða birtingu hrárra gagna í orku- og umhverfismálum, enda er ekki öðruvísi hægt að taka upplýstar ákvarðanir, eða besta orkunýtni og skilvirkni ásamt öryggi. Með nútímatækni er engin ástæða til að orkugögn birtist ekki að lágmarki mánaðarlega. Kostnaðurinn við slíka birtingu er hverfandi samanborið við ábatann sem af bættri gagnamiðlun hlýst. Ísland hefur dregist aftur úr í gagnamiðlum hvað varðar orku og aðrar auðlindir í jörðu. Nefna má jarðefni, nytjavatn og jarðhita sem dæmi um auðlindir þar sem lítil áhersla hefur verið á bætta gagnamiðlun og eru gögn í besta falli birt árlega, en í öðrum tilfellum er mikilvægum gögnum ekki safnað. Samstarf við alþjóðaorkumálastofnunina og evrópsku hagstofuna hefur þó tryggt samfellu í birtingu árlegra orkugagna. Samhliða markmiðum stjórnvalda um bætta orkunýtni og orkuöryggi hefur verið unnið mikið átak í betri birtingu gagna um raforku, eldsneyti og jarðhita undanfarin tvö ár, sem fjallað er um í nýlegri skýrslu Orkustofnunar. Mikilvægt er að hafa gera áætlun um framhald þessara umbóta. Gátlisti Samantekt á verkefnunum átta: Lögfesta markmið um orkunýtni, meta árangur og greina möguleika Búa til hitaveitulög Breyta niðurgreiðslum á dreifingu orku í dreifbýli og húshitun, og uppfæra lög um örvirkjanir Lögfesta reglur um viðskiptahætti og eftirlit á orkumörkuðum Lögfesta markmið og ákvarðanatöku raforkuöryggis Auka fyrirsjáanleika um notkun endurnýjanlegs eldsneytis og styðja við nýsköpun Greina kostnað, ábata og áhrif aðgerða í loftslagsmálum og auka fyrirsjáanleika Halda áfram umbótum í birtingu orkugagna Tenglar á orkuspá Orkustofnunar og nánari upplýsingar eru aðgengilegir á vefsíðu höfundar, www.fylgni.is. Höfundur starfaði hjá Orkustofnun, Seðlabanka Íslands, og erlendis hjá leiðandi orkukauphöll og orkufyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Helmingur orkunotkunar á Íslandi er raforka, fjórðungur er jarðvarmi, olía notuð innanlands er 15% og olía fyrir millilandaflug er 10%. Samhljómur er um að auka orkuöryggi, draga sem fyrst úr olíunotkun og auka orkunýtni. Hér er fjallað um átta verkefni sem stjórnvöld þurfa m.a. að klára til að styðja við þessi markmið. Verkefnin má klára hratt og þau eru hagnýt ef eitt skref er tekið í einu með skýr markmið, heildstæðar upplýsingar og forgangsröðun í huga. Orkunýtni Evrópusambandið innleiddi reglur um orkunýtni árið 2012 til að stuðla að því að markmið í loftslagsmálum náist. Líklegt er að Ísland taki upp markmið um orkunýtni fyrir tímabilið 2025 til 2030. Orkunýtni nær bæði yfir aðgerðir hins opinbera sem stuðla að því að orka sé nýtt betur og einnig hvernig samfélagið í heild sinni notar orku. Horft er á alla orkunotkun: Raforku, varma og eldsneyti. Yfirleitt er aðaláherslan á endanlega notkun, sem undanskilur t.d. orkuna sem orkufyrirtækin nota sjálf. Árangur er mældur á þrjá vegu: 1. Hve mikil orka er notuð miðað við fyrri framtíðarhorfur, 2. Hve mikil orka er spöruð óháð því hve mikil orka er notuð að öðru leyti, og 3. Hve mikil orka er notuð fyrir hverja einingu af landsframleiðslu. Þannig setti t.d. Noregur sér markmið bæði um að spara tiltekið magn af orku til ársins 2030, og að orkunotkun í hlutfalli við landsframleiðslu minnki um 30% á tímabilinu 2015 til 2030. Í orkuspá Orkustofnunar 2024-50 sem nýverið kom út er spáð fyrir um orkunýtni Íslands til ársins 2030. Samkvæmt henni hefur nú þegar náðst verulegur árangur í orkunýtni. Þar kemur einnig fram mat á því hve miklum árangri styrkir við rafbíla hafa skilað, stuðningur Orkusjóðs við varmadælur og rafknúnar ferjur, og hvaða áhrif olíugjöld hafa á olíunotkun. Halda þarf áfram að bæta gögn og greiningar um möguleika og kostnaðarmat varðandi orkunýtni. Orkuöryggi Orkuöryggi snýst um að hafa skýr viðmið og lausnir sem lágmarka líkur á orkuskorti og tryggja skilvirka úrlausn þegar til skorts kemur. Í tilfelli olíu snýst öryggið helst um að eiga nægar birgðir í landinu hverju sinni, um langa hríð hefur staðið til að bæta umgjörð og framkvæmd til að tryggja betur birgðastöðu líkt og tíðkast erlendis. Öryggi jarðvarma snýr helst að því að tryggt sé að ekki komi til truflana á húshitun. Hitaveitur sjá um þetta verkefni hver á sínu svæði en að öðru leyti er ekki til staðar umgjörð um hvernig öryggið skal tryggt. Raforkuskortur er þegar skammta þarf forgangsorku. Til að bæta raforkuöryggi er mikilvægasta næsta skref að skýra markmiðin, hlutverk hins opinbera og ákvarðanatöku hvað stöðumat varðar og úrlausn þegar til skorts kemur. Noregur er hvað líkast Íslandi varðandi hlutdeild vatnsorku og áhrif náttúrulegra sveiflna uppistöðulóna á orkuöryggi. Þar liggur ábyrgð raforkuöryggis hjá orkustofnun og raforkueftirliti með yfirsýn ráðuneytis. Framkvæmdin er hjá flutnings- og dreifiveitum raforku. Staðan hverju sinni er flokkuð með hlutlægum hætti, og lög eru til staðar um hvernig skuli bregðast við þegar líkur á skömmtun aukast eða raungerast. Forgangsorkan sem orkuöryggi snýst um er öll venjuleg orkunotkun, en undanskilin er skerðanleg orka þar sem t.d. álver fá afslátt af orkuverði fyrir að samþykkja að vera skert þegar lítið vatn er í uppistöðulónum, eða sú varmaorka sem sundlaugar fá afslátt af gegn því að afhending á heitu vatni sé skert í kuldaköstum. Einnig má flokka forgangsorku eftir því hvort um ræðir almenna notendur s.s. heimili og minni fyrirtæki annars vegar, og stórnotendur hins vegar. Almennt séð myndast jafnvægi milli seljenda og kaupenda sem leysir úr væntum orkuskorti. Mjög sjaldgæft er því að til inngripa eða raunverulegra skammtana raforku komi og hægt er að lágmarka líkurnar á slíku inngripi með bættri upplýsingagjöf og umgjörð. Í framhaldinu má taka til skoðunar flóknari markaðslausnir sem auka öryggi enn frekar. Hitaveitulög Lög um dreifingu heits vatns á Íslandi eru mjög áhrifalítil samanborið við dreifingu raforku. Löggjöf um dreifingu raforku kemur að miklu leyti frá ESB með innleiðingu orkutilskipana, en þar sem hitaveitur eru ekki algengar í Evrópu hafa lög um þær ekki verið hluti af orkupökkum ESB. Dreifing á orku byggir á sérleyfi, sem er eins konar náttúruleg einokun þar sem ekki ríkir samkeppni. Fólk getur ekki valið hver dreifir heitu vatni eða rafmagni til þeirra. Hvatar til hagkvæmni eru því búnir til í löggjöf með því að ákvarða leyfðar tekjur, gera kröfu um hagræðingu og skilvirkar fjárfestingar. Eftirlit er með gjaldskrám og gagnsæi er tryggt. Stjórnsýsluferlar eru nú þegar til staðar fyrir ofangreinda þætti í dreifingu raforku og nærtækast væri að útfæra einfaldari útgáfu fyrir hitaveitur. Slíkar umbætur myndu hafa jákvæð áhrif á gagnsæi, orkunýtni, áreiðanleika og hagkvæmni húshitunar. Orkustofnun hefur birt upplýsingar um vænta eftirpspurn eftir jarðvarma, og er þróunin háð lítilli óvissu hvað húshitun varðar, en talsverð óvissa er um notkun atvinnuvega s.s. fiskeldis og baðlóna. Stofnunin hefur einnig birt ítarlegt yfirlit yfir jarðhita á yfirborði og allar borholur. Ekki liggur enn fyrir heildstætt yfirlit um mögulega aukningu í vinnslu jarðhita, hvað magn og kostnað varðar, og áætlanir um fjárfestingar eru ekki opinberar. Sólarorka í dreifbýli Við erum að stíga okkar fyrstu skref í notkun sólarorku. Í nýrri orkuspá Orkustofnunar kemur fram að gera má ráð fyrir 20 kr kostnaði á hverja kílóvattstund af sólarorku, en til samanburðar kostar raforka í dreifbýli með flutningi og dreifingu án niðurgreiðslu meira en 20 kr. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu með sólarorku í dreifbýli. Hins vegar þarf að breyta fyrirkomulagi niðurgreiðslna til að bæta hvata til aukinnar framleiðslu og bættrar nýtni orku í dreifbýli. Nú eru niðurgreiðslur ríkisins fyrir íbúa í dreifbýli og til húshitunar með raforku þannig að greiðslur lækka eftir því sem fólk nýtir orkuna betur. Með einföldum breytingum væri raunhæft að 10% raforku í dreifbýli komi frá sólarorku árið 2030. Orkustofnun birti á liðnu ári leiðbeiningar fyrir notendur til að tengja eigin framleiðslu við dreifikerfi raforku, en einnig þarf að bæta lögin sem gilda um slíkar örvirkjanir. Raforkumarkaður Nýlega hafa tekið til starfa viðskiptavettvangar raforku sem auka gagnsæi og jafnræði frá því sem áður var. Verðupplýsingar frá markaði auka hvata til orkunýtni og auka raforkuöryggi með því að hvetja til aukinnar framleiðslu þegar skortur er fyrirsjáanlegur, og notendur breyta hegðun sinni til að bæta nýtingu raforkukerfisins. Fjölmörg tækifæri opnast einnig fyrir flutningsfyrirtæki, dreifiveitur og orkufyrirtæki til að bæta áhættustýringu, auka hagkvæmni og nýta nýjar lausnir. Nauðsynlegt er hins vegar að lagaumgjörð um viðskiptahætti og markaðseftirlit sé til staðar. Undirbúningi slíkrar lagasetningar er lokið, og fordæmin eru til frá öðrum mörkuðum hér á landi og í Evrópu. Á Íslandi er heildsölumarkaður kallaður sá markaður þar sem raforka er keypt fyrir almenna notendur. Stórnotendur kaupa allajafna ekki í gegnum heildsölumarkað og nota þess í stað langtímasamninga við orkuvinnslufyrirtæki. Raforkunotkun sem helst stöðug er kölluð grunnorka, en markaðsverð grunnorku til næstu ára er í takt við mat í orkuspá Orkustofnunar á framleiðslukostnaði til ársins 2030 sem þarf til að tryggja nægt framboð. Eldsneyti Til að ná markmiðum í loftslagsmálum innanlands þurfa fiskiskip að nota endurnýjanlegt eldsneyti. Einnig koma til evrópskar reglur fyrir millilandaflug og siglingar um að notkun jarðefnaeldsneytis verði minnkuð í þrepum sem mörkuð hafa verið fram í tímann. Endurnýjanlegt eldsneyti skipa og flugvéla í dag er lífeldsneyti búið til úr plöntum. Það er að jafnaði um tvöfalt dýrara í framleiðslu en hefðbundin olía. Framleiðsla lífeldsneytis er ekki óendanleg og því mun í auknum mæli einnig þurfa að nota vetni og afurðir þess, svokallað rafeldsneyti. Eins og kemur fram í orkuspá Orkustofnunar er rafeldsneytið kostnaðarsamara en lífeldsneyti, en eftir því sem líður á næsta áratug mun kostnaður rafeldsneytis lækka og lífeldsneytis hækka þar til jafnvægi næst. Kröfur um íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis munu tryggja eftirspurn eftir rafeldsneyti. Samkeppni innlendrar framleiðslu við innflutning mun að mestu snúast um hvort langtíma raforkuverð hér á landi til stórnotenda sé lægra en erlendis. Rafeldsneyti er nýr iðnaður sem mun byggjast upp á komandi áratug. Styðja þarf nýsköpun og sprota ásamt því að kostnaðarmeta mismunandi leiðir, og auka fyrirsjáanleika eftir því sem hægt er. Loftslagsmál Með betri upplýsingum og áætlanagerð er Ísland í mjög góðri stöðu til að ná alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Þegar kostnaðarmat, áhrifamat, fjármögnun og tímasettar aðgerðir liggja fyrir geta allir unnið að því að uppfylla þær kröfur með sem hagkvæmasta hætti. Líklegt er að hagkvæmasta lausnin muni reynast fjölbreyttari en núverandi markmið stjórnvalda gera ráð fyrir. Uppfærð markmið geta til dæmis haft aðeins lægri kröfur um útfösun olíu en meiri áherslu á hvata, almennt kolefnishlutleysi, gagnamiðlun, nýsköpun og markaðslausnir. Upplýsingamál Mikil áhersla er í Evrópu á söfnun og hraða birtingu hrárra gagna í orku- og umhverfismálum, enda er ekki öðruvísi hægt að taka upplýstar ákvarðanir, eða besta orkunýtni og skilvirkni ásamt öryggi. Með nútímatækni er engin ástæða til að orkugögn birtist ekki að lágmarki mánaðarlega. Kostnaðurinn við slíka birtingu er hverfandi samanborið við ábatann sem af bættri gagnamiðlun hlýst. Ísland hefur dregist aftur úr í gagnamiðlum hvað varðar orku og aðrar auðlindir í jörðu. Nefna má jarðefni, nytjavatn og jarðhita sem dæmi um auðlindir þar sem lítil áhersla hefur verið á bætta gagnamiðlun og eru gögn í besta falli birt árlega, en í öðrum tilfellum er mikilvægum gögnum ekki safnað. Samstarf við alþjóðaorkumálastofnunina og evrópsku hagstofuna hefur þó tryggt samfellu í birtingu árlegra orkugagna. Samhliða markmiðum stjórnvalda um bætta orkunýtni og orkuöryggi hefur verið unnið mikið átak í betri birtingu gagna um raforku, eldsneyti og jarðhita undanfarin tvö ár, sem fjallað er um í nýlegri skýrslu Orkustofnunar. Mikilvægt er að hafa gera áætlun um framhald þessara umbóta. Gátlisti Samantekt á verkefnunum átta: Lögfesta markmið um orkunýtni, meta árangur og greina möguleika Búa til hitaveitulög Breyta niðurgreiðslum á dreifingu orku í dreifbýli og húshitun, og uppfæra lög um örvirkjanir Lögfesta reglur um viðskiptahætti og eftirlit á orkumörkuðum Lögfesta markmið og ákvarðanatöku raforkuöryggis Auka fyrirsjáanleika um notkun endurnýjanlegs eldsneytis og styðja við nýsköpun Greina kostnað, ábata og áhrif aðgerða í loftslagsmálum og auka fyrirsjáanleika Halda áfram umbótum í birtingu orkugagna Tenglar á orkuspá Orkustofnunar og nánari upplýsingar eru aðgengilegir á vefsíðu höfundar, www.fylgni.is. Höfundur starfaði hjá Orkustofnun, Seðlabanka Íslands, og erlendis hjá leiðandi orkukauphöll og orkufyrirtækjum.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun