10 bestu bílvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2014 10:15 Alan Mulally virðist hreinlega elska 3 strokka EcoBoost vélina sem finna má í Ford Fiesta og Focus. Bílatímaritið WardsAuto í Bandaríkjunum hefur valið þær 10 bílvélar sem blaðið telur þær bestu frá bílaframleiðendum heimsins í ár. Aðeins er valið á milli nýrra véla eða véla sem hafa verið endurbættar og mega þær ekki vera í bílum sem kosta meira en 60.000 dollara. Það sem máli skiptir við valið á þessum vélum er afl, tog, vélartækni, eyðsla, hljóð, þýðgengi, fágun og samkeppnishæfni í vélarflokki. Á meðal þessara 10 véla eru 6 með forþjöppu, ein með keflablásara, ein þeirra er rafmagnsmótor og ein vetnisvél. Þá stendur aðeins ein vél eftir sem talist gæti hefðbundin „naturally aspired“ bílvél og er hana að finna í Chevrolet Corvette Stingray. Hér er listi yfir vélarnar 10 og í hvaða bílum þær má finna. BMW i3 -127 kW rafmótor Ford Fiesta – 1,0 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Chevrolet Corvette Stingray – 6,2 l. OHV V8 Dodge Challenger SRT Hellcat – 6,2 l. OHV V8 með keflablásara (707 hestöfl) Hyundai Tucson FCV – 100 kW vetnisvél Mini Cooper – 1,5 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Ram 1500 EcoDiesel – 3,0 l. DOHC V6 vél með forþjöppu Subaru WRX – 2,0 l. DOHC H-4 vél með forþjöppu Volkswagen Jetta – 1,8 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Volvo S60 – 2,0 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Valið verður á milli þessara 10 véla og vél ársins kosin þann 14. janúar á bílasýningunni í Detroit. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent
Bílatímaritið WardsAuto í Bandaríkjunum hefur valið þær 10 bílvélar sem blaðið telur þær bestu frá bílaframleiðendum heimsins í ár. Aðeins er valið á milli nýrra véla eða véla sem hafa verið endurbættar og mega þær ekki vera í bílum sem kosta meira en 60.000 dollara. Það sem máli skiptir við valið á þessum vélum er afl, tog, vélartækni, eyðsla, hljóð, þýðgengi, fágun og samkeppnishæfni í vélarflokki. Á meðal þessara 10 véla eru 6 með forþjöppu, ein með keflablásara, ein þeirra er rafmagnsmótor og ein vetnisvél. Þá stendur aðeins ein vél eftir sem talist gæti hefðbundin „naturally aspired“ bílvél og er hana að finna í Chevrolet Corvette Stingray. Hér er listi yfir vélarnar 10 og í hvaða bílum þær má finna. BMW i3 -127 kW rafmótor Ford Fiesta – 1,0 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Chevrolet Corvette Stingray – 6,2 l. OHV V8 Dodge Challenger SRT Hellcat – 6,2 l. OHV V8 með keflablásara (707 hestöfl) Hyundai Tucson FCV – 100 kW vetnisvél Mini Cooper – 1,5 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Ram 1500 EcoDiesel – 3,0 l. DOHC V6 vél með forþjöppu Subaru WRX – 2,0 l. DOHC H-4 vél með forþjöppu Volkswagen Jetta – 1,8 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Volvo S60 – 2,0 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Valið verður á milli þessara 10 véla og vél ársins kosin þann 14. janúar á bílasýningunni í Detroit.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent