Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2014 20:45 Hjalti Einarsson vélvirki. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira