Beið í fjóra tíma eftir lækni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 19:15 Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira