Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 17:22 Snæland Video var til húsa í Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september sl. Vísir/Vilhelm Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira