Óvissa um útskrift tónlistarnema Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2014 19:30 Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir.
Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira