Óvissa um útskrift tónlistarnema Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2014 19:30 Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir.
Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira