Körfubolti

Keppnistreyja LeBron fór á 6,2 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James í keppnistreyjunni sem var boðin upp.
LeBron James í keppnistreyjunni sem var boðin upp. Vísir/Getty
Heimkoma LeBron James til Cleveland í haust var mikill fjölmiðlamatur í Bandaríkjunum og keppnistreyjan sem kappinn klæddist í fyrsta deildarleiknum með Cavaliers kostaði skildinginn.

LeBron James klæddist sér treyju í seinni hálfleiknum á fyrsta deildarleik sínum sem var á heimavelli á móti New York Knicks. Treyjan var seld á uppboði fyrir 50.040 dollara eða um 6,2 milljónir íslenskra króna.

LeBron James átti reyndar ekki góðan leik þetta kvöld og hitti aðeins úr 5 af 15 skotum sínum (33 prósent), var "bara" með 17 stig og 4 stoðsendingar og tapaði heilum 8 boltum.

Stundin var hinsvegar söguleg enda ekki oft sem súperstjörnur snúa aftur heim á "lítinn" markað þegar þeir eru enn á toppi síns ferils. Það var því einhver tilbúinn að borga meira en sex milljónir fyrir treyjuna hans Lebron.

Treyjur fleiri leikmanna Clevaland Cavaliers í þessum leik fóru einnig á þessu uppboði. Keppnistreyja Kevin Love  kostaði 2.595 dollara (322 þúsund íslenskar) og treyja Kyrie Irving fór á 5.761 dollara (715 þúsund).

NBA hafði einnig boðið upp treyju LeBron James sem hann var í þegar hann spilaði leik eitt lokaúrslitunum á síðasta ári en sú treyja seldist á 50.020 dollara eða aðeins minna en hin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×