Eigendur útgerða gera kröfur um arð Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2014 13:25 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka í sjávarútvegi segir fjárfesta í sjávarútvegi gera eðlilegar arðsemiskörfur. En stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiddu eigendum sínum tvöfalt meira í arð en þau greiddu í veiðigjöld. Álagning veiðigjalds og sérstaks veiðigjalds á útgerðir landsins sem gjald fyrir aðgang að auðlindinni hefur verið mikið deilumál á undanförnum árum. Núverandi ríkisstjórn hefur lækkað gjöldin um milljarða með þeim rökum að útgerðin standi ekki undir þeim gjöldum sem fyrri ríkisstjórn ákvað að leggja á útgerðarfyrirtækin.Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærstu útgerðarfyrirtækin hafi greitt eigendum sínum allt að tvöfalt meira í arð en þau greiddu í veiðigjöld á síðasta ári. Þannig hafi HB Grandi greitt eigendum sínum 2,7 milljarða í arð en 1,3 milljarða í veiðigjöld. Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri nýstofnaðra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir þetta mjög sérstakan samanburð í ljósi þess að önnur fyrirtæki greiði ekki þennan skatt. „Þannig að þessi stærð ein og sér segir afskaplega lítið,“ segir Haukur Þór.En nú er sjávarauðlindin auðvitað ekki lík öðrum atinnuvegi að því leiti að þarna er verið að nýta auðlind sem a.m.k. margir telja að sé sameign þjóðarinnar? „Já, já og kannski rétt að hafa í huga að þetta er mjög fjárfrekur atvinnuvegur sem kallar á mikið eigiðfé,“ segir Haukur Þór. Þegar fjárfestar setji fjármagn í þennan rekstur eins og annan geri þeir arðsemiskröfu. Þeim mun meiri sem áhættan sé þeim mun hærri sé arðsemiskrafan. Annars blasi aðrir og ef til vill betri fjárfestingarkostir við. „Það má ekki gleyma því að á árinu 2008 var það þannig að stór hluti af eiginfjár þurrkaðist hreinlega út nánast á einni nóttu með falli krónunnar og hruni bankanna. Það er verið að vinna þetta eigiðfé upp aftur og er auðvitað bara gleðilegt ef hægt er að byggja upp eigiðfé í mikilvægustu atvinugrein á Íslandi,“ segir Haukur Þór. Talsmenn útgerðarinnar hafa talið veiðigjöldin óréttlát og allt of há. En á sama tíma skipta arðgreiðslurnar milljörðum og útgerðirnar hafa stóraukið fjárfestingar sínar.Það bendir ekki til að greinin sé á vonarvöl og hafi ágætlega efni á að greiða þjóðinni fyrir aðgang sinn að þessari auðlind? „Já, enda er hún að gera það. Ég visa til greiningar Samtaka atvinnulífsins sem kom síðla sumars. Þar kemur fram sú staðreynd að það er engin önnur atvinnugrein á Íslandi sem greiðir jafn há opinber gjöld af sinni afkomu og íslenskur sjávarútvegur,“ segir Haukur Þór Hauksson. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka í sjávarútvegi segir fjárfesta í sjávarútvegi gera eðlilegar arðsemiskörfur. En stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiddu eigendum sínum tvöfalt meira í arð en þau greiddu í veiðigjöld. Álagning veiðigjalds og sérstaks veiðigjalds á útgerðir landsins sem gjald fyrir aðgang að auðlindinni hefur verið mikið deilumál á undanförnum árum. Núverandi ríkisstjórn hefur lækkað gjöldin um milljarða með þeim rökum að útgerðin standi ekki undir þeim gjöldum sem fyrri ríkisstjórn ákvað að leggja á útgerðarfyrirtækin.Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærstu útgerðarfyrirtækin hafi greitt eigendum sínum allt að tvöfalt meira í arð en þau greiddu í veiðigjöld á síðasta ári. Þannig hafi HB Grandi greitt eigendum sínum 2,7 milljarða í arð en 1,3 milljarða í veiðigjöld. Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri nýstofnaðra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir þetta mjög sérstakan samanburð í ljósi þess að önnur fyrirtæki greiði ekki þennan skatt. „Þannig að þessi stærð ein og sér segir afskaplega lítið,“ segir Haukur Þór.En nú er sjávarauðlindin auðvitað ekki lík öðrum atinnuvegi að því leiti að þarna er verið að nýta auðlind sem a.m.k. margir telja að sé sameign þjóðarinnar? „Já, já og kannski rétt að hafa í huga að þetta er mjög fjárfrekur atvinnuvegur sem kallar á mikið eigiðfé,“ segir Haukur Þór. Þegar fjárfestar setji fjármagn í þennan rekstur eins og annan geri þeir arðsemiskröfu. Þeim mun meiri sem áhættan sé þeim mun hærri sé arðsemiskrafan. Annars blasi aðrir og ef til vill betri fjárfestingarkostir við. „Það má ekki gleyma því að á árinu 2008 var það þannig að stór hluti af eiginfjár þurrkaðist hreinlega út nánast á einni nóttu með falli krónunnar og hruni bankanna. Það er verið að vinna þetta eigiðfé upp aftur og er auðvitað bara gleðilegt ef hægt er að byggja upp eigiðfé í mikilvægustu atvinugrein á Íslandi,“ segir Haukur Þór. Talsmenn útgerðarinnar hafa talið veiðigjöldin óréttlát og allt of há. En á sama tíma skipta arðgreiðslurnar milljörðum og útgerðirnar hafa stóraukið fjárfestingar sínar.Það bendir ekki til að greinin sé á vonarvöl og hafi ágætlega efni á að greiða þjóðinni fyrir aðgang sinn að þessari auðlind? „Já, enda er hún að gera það. Ég visa til greiningar Samtaka atvinnulífsins sem kom síðla sumars. Þar kemur fram sú staðreynd að það er engin önnur atvinnugrein á Íslandi sem greiðir jafn há opinber gjöld af sinni afkomu og íslenskur sjávarútvegur,“ segir Haukur Þór Hauksson.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira