„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2014 13:48 Hallgrímur segir að nýtt eignarhald eyði óvissunni sem verið hefur í kringum félagið. Vísir/Valli „Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut. Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut.
Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54