Opið bréf til alþingismanna Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónasarson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun