Flytja langreyðarkjöt til Japan Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 20. mars 2014 21:58 Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan." Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan."
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira