Innlent

Guðríður Arnardóttir tekur við formennsku á morgun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Guðríður Arnardóttir tekur við af Aðalheiði Steingrímsdóttur sem formaður Félags framhaldsskólakennara á morgun.
Guðríður Arnardóttir tekur við af Aðalheiði Steingrímsdóttur sem formaður Félags framhaldsskólakennara á morgun. VÍSIR/STEFÁN/VILHELM
Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður settur klukkan 13 í dag. Yfirskrift fundarins er Bætt kjör, betri skóli. Kjaramál og starfsaðstæður framhaldsskóla verða í brennidepli á fundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fundinum lýkur á morgun á því að nýr formaður, Guðríður Arnardóttir, tekur við af Aðalheiði Steingrímsdóttur, núverandi formanni félagsins. Guðríður var kjörin formaður félagsins í byrjun febrúar.

Í tilkynningunni segir að Vandamál síðustu ára séu óleyst og ráðherra menntamála gaspri um að lausnin sé að stytta framhaldsskólann á þess að geta samið um þær breytingar sem gerðar voru á framhaldsskólalögum árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×