Handbolti

Ævintýradagur Eyjamanna | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn ÍBV voru að vonum sáttir eftir að Íslandsmeistaratitilinn kom í höfn.
Stuðningsmenn ÍBV voru að vonum sáttir eftir að Íslandsmeistaratitilinn kom í höfn. Vísir/Stefán
Eins og frægt er varð ÍBV Íslandsmeistari í handbolta karla á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir eins marks sigur, 28-29, á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi.

"Þar sem hjörtun slá í takt við allt," söng öll Vestmannaeyjastúkan með nýkrýndum Íslandsmeisturum Eyjaliðsins eftir leikinn og ekki í fyrsta sinn eftir sigurleik í úrslitakeppninni í ár. Þjóðhátíðarlagið frá 2012 hefur verið hálfgert einkennislag hins glæsilega stuðningsmannahóps ÍBV-liðsins.

Sighvatur Jónsson hefur sett saman 25 mínútna heimildarmynd þar sem fylgst var með stuðningsmönnnum Eyjamanna frá morgni fimmtudagsins 15. maí og þangað til þeir sneru aftur til Vestmannaeyja ásamt leikmönnum liðsins og Íslandsmeistarabikarnum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Bikarinn til Eyja 2014 - Ferðasaga from Sigva Media on Vimeo.


Tengdar fréttir

Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki

Agnar Smári Jónsson skoraði ekki bara þrettán mörk og tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarkinu tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Hann jafnaði líka met Sigurðar Vals Sveinssonar í flestum mörkum utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla í

Stuðningsfólk Hauka og ÍBV fær hrós frá lögreglunni

Það var troðfullt í Schenker-höllinni á Ásvöllum í gær þegar Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla eftir 29-28 sigur á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.

Það er allt kolgeggjað í Eyjum

"Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×