Mengaðar náttúruperlur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. maí 2014 07:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að ekki eitt einasta af hátt í 700 sumarhúsum á verndarsvæði Þingvallavatns uppfyllti gildandi kröfur um fráveitumál. Rotþrær eru almennt í ólagi, sem þýðir að skólp og seyra getur farið út í grunnvatnið og með því út í Þingvallavatn. Þetta er ekki neitt smámál. Einstöku lífríki Þingvallavatns getur stafað ógn af þessari mengun, sem er fyrst og fremst tilkomin vegna trassaskapar við að framfylgja þeim reglum sem gilda og eru settar með hagsmuni lífríkisins í huga. Stórfelld fjölgun ferðamanna eykur einnig mengunarhættuna; fram hefur komið að salernisaðstaðan í Þingvallaþjóðgarði annar ekki álagi. Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir í blaðinu að eina örugga lausnin sé að nýta safntanka og aka öllu skólpi burt, en það sé mjög dýr lausn. Hreinsigjald sumarhúsaeigenda, sem í dag er 7.000 krónur á ári, geti þurft að hækka í rúmlega 100 þúsund krónur. Sjálfsagt finnst einhverjum það mikil hækkun. En ef það er verðið fyrir að vernda náttúru og lífríki Þingvalla, hljóta þá ekki sumarhúsaeigendur að greiða það með glöðu geði? Ef Þingvallavatn hættir að vera sú einstaka náttúruperla sem það er verða sumarbústaðir í nágrenni þess væntanlega minna virði en þeir hafa verið. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í Fréttablaðinu í dag að ástand frárennslismálanna geti haft neikvæð áhrif á fyrirhugaða skráningu Þingvallasvæðisins alls á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Slík skráning er hins vegar margvíslegt hagsmunamál, ekki sízt út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar. Frárennslismál eru almennt í miklum ólestri á Íslandi. Fyrir rúmu ári kom fram í úttekt hér í blaðinu að í það minnsta fjórðungur Íslendinga – og sennilega enn hærra hlutfall þjóðarinnar – byggi ekki við neina skólphreinsun. Sveitarfélög sem lifa á matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu og eiga allt sitt undir hreinu vatni og sjó hafa dregið lappirnar og ekki uppfyllt kröfur um frágang rotþróa og frárennslismannvirkja. Þau kvarta mörg undan kostnaði, en framtíðarskaðinn af því að náttúran mengist og lífsviðurværi fólksins bíði fyrir vikið hnekki, getur orðið margfalt meiri. Þingvallavatn er ekki eina ómetanlega náttúruperlan sem er í hættu vegna mengunar sem stafar af lélegri fráveitu. Í Mývatni er skaðinn að hluta til skeður; við höfum nýlega heyrt fréttir af því að kúluskíturinn, einstakt og friðlýst vaxtarform grænþörunga í vatninu, sé horfinn. Árni Einarsson, höfundur skýrslu um hvarf kúluskítsins, er ekki í vafa um að stærsta ástæðan fyrir næringarefnamengun í vatninu er slæmt ástand á rotþróm og frárennsli. „Taka þarf þessi mál, einkum frárennsli frá byggð og gististöðum til gagngerrar endurskoðunar, og er ekki eftir neinu að bíða hvað það snertir,“ segir í skýrslu Árna. Það þýðir lítið að tala um að ætla að efla matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Íslandi og gera um leið ekkert til að stemma stigu við mengun sem getur stórskaðað hvort tveggja. Framkvæmdir kosta eitthvað, en það getur orðið miklu dýrara að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að ekki eitt einasta af hátt í 700 sumarhúsum á verndarsvæði Þingvallavatns uppfyllti gildandi kröfur um fráveitumál. Rotþrær eru almennt í ólagi, sem þýðir að skólp og seyra getur farið út í grunnvatnið og með því út í Þingvallavatn. Þetta er ekki neitt smámál. Einstöku lífríki Þingvallavatns getur stafað ógn af þessari mengun, sem er fyrst og fremst tilkomin vegna trassaskapar við að framfylgja þeim reglum sem gilda og eru settar með hagsmuni lífríkisins í huga. Stórfelld fjölgun ferðamanna eykur einnig mengunarhættuna; fram hefur komið að salernisaðstaðan í Þingvallaþjóðgarði annar ekki álagi. Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir í blaðinu að eina örugga lausnin sé að nýta safntanka og aka öllu skólpi burt, en það sé mjög dýr lausn. Hreinsigjald sumarhúsaeigenda, sem í dag er 7.000 krónur á ári, geti þurft að hækka í rúmlega 100 þúsund krónur. Sjálfsagt finnst einhverjum það mikil hækkun. En ef það er verðið fyrir að vernda náttúru og lífríki Þingvalla, hljóta þá ekki sumarhúsaeigendur að greiða það með glöðu geði? Ef Þingvallavatn hættir að vera sú einstaka náttúruperla sem það er verða sumarbústaðir í nágrenni þess væntanlega minna virði en þeir hafa verið. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í Fréttablaðinu í dag að ástand frárennslismálanna geti haft neikvæð áhrif á fyrirhugaða skráningu Þingvallasvæðisins alls á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Slík skráning er hins vegar margvíslegt hagsmunamál, ekki sízt út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar. Frárennslismál eru almennt í miklum ólestri á Íslandi. Fyrir rúmu ári kom fram í úttekt hér í blaðinu að í það minnsta fjórðungur Íslendinga – og sennilega enn hærra hlutfall þjóðarinnar – byggi ekki við neina skólphreinsun. Sveitarfélög sem lifa á matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu og eiga allt sitt undir hreinu vatni og sjó hafa dregið lappirnar og ekki uppfyllt kröfur um frágang rotþróa og frárennslismannvirkja. Þau kvarta mörg undan kostnaði, en framtíðarskaðinn af því að náttúran mengist og lífsviðurværi fólksins bíði fyrir vikið hnekki, getur orðið margfalt meiri. Þingvallavatn er ekki eina ómetanlega náttúruperlan sem er í hættu vegna mengunar sem stafar af lélegri fráveitu. Í Mývatni er skaðinn að hluta til skeður; við höfum nýlega heyrt fréttir af því að kúluskíturinn, einstakt og friðlýst vaxtarform grænþörunga í vatninu, sé horfinn. Árni Einarsson, höfundur skýrslu um hvarf kúluskítsins, er ekki í vafa um að stærsta ástæðan fyrir næringarefnamengun í vatninu er slæmt ástand á rotþróm og frárennsli. „Taka þarf þessi mál, einkum frárennsli frá byggð og gististöðum til gagngerrar endurskoðunar, og er ekki eftir neinu að bíða hvað það snertir,“ segir í skýrslu Árna. Það þýðir lítið að tala um að ætla að efla matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Íslandi og gera um leið ekkert til að stemma stigu við mengun sem getur stórskaðað hvort tveggja. Framkvæmdir kosta eitthvað, en það getur orðið miklu dýrara að gera ekki neitt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun