Nær 40 þúsund undirskriftir: Háð geðþótta stjórnvalda hvort tekið verði tillit til þeirra Hrund Þórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40
Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28