Þingfundi frestað Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2014 14:09 Mikil átök eru nú á þingi, jafnt á þingfundum sem að tjaldabaki. Kastast hefur í kekki milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Katrínar Júlíusdóttur vísir/valli Til stóð að þingfundi yrði fram haldið klukkan 13:30 en Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins frestaði þá fundi og boðaði að hann myndi hefjast klukkan 14:00. Aftur þá var fundi frestað um hálftíma. Samkvæmt heimildum Vísis er Einar að funda með þingflokksformönnum og líkast til er verið að reyna að komast að samkomulagi en dagskrá þingsins er í hnút vegna umræðu um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að slíta beri viðræðum við ESB. Ljóst er að gríðarlegur ágreiningur ríkir milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu sem gagnrýna fundarstjórn harðlega; meðal annars á þeim forsendum að fráleitt sé að fram sé komin stjórnartillaga um að umsvifalaust beri að slíta viðræðum við Evrópubandalagið í ljósi þess að til stóð að ræða tiltölulega nýútkomna skýrslu um Evrópubandalagið. Og taka ákvörðun eftir þá umræðu. Þingmenn hafa ítrekað spurt hvað valdi slíkri dagskrártilhögun og vilja meina að eitthvað búi að baki slíkum asa, meira en fram hefur komið.Uppfært klukkan 13:30 Enn er fundi frestað um hálftíma.Uppfært klukkan 14:30Enn er fundi frestað um hálftíma. Samkvæmt heimildum Vísis var búið að ná samkomulagi um að utanríkisráðherra myndi mæla fyrir tillögu sinni í dag og þá myndi fulltrúi hvers flokks um sig fá svigrúm til andmæla og flytja ræðu um tillöguna. Síðan yrði málið sett í nefnd. Á síðustu stundu kom fram krafa frá ríkisstjórninni um að sett yrði niður ákveðin dagsetning um hvenær málið færi í atkvæðagreiðslu og taldi stjórnarandstaðan sig ekki geta fallist á það. Enn er fundað um málið. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Til stóð að þingfundi yrði fram haldið klukkan 13:30 en Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins frestaði þá fundi og boðaði að hann myndi hefjast klukkan 14:00. Aftur þá var fundi frestað um hálftíma. Samkvæmt heimildum Vísis er Einar að funda með þingflokksformönnum og líkast til er verið að reyna að komast að samkomulagi en dagskrá þingsins er í hnút vegna umræðu um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að slíta beri viðræðum við ESB. Ljóst er að gríðarlegur ágreiningur ríkir milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu sem gagnrýna fundarstjórn harðlega; meðal annars á þeim forsendum að fráleitt sé að fram sé komin stjórnartillaga um að umsvifalaust beri að slíta viðræðum við Evrópubandalagið í ljósi þess að til stóð að ræða tiltölulega nýútkomna skýrslu um Evrópubandalagið. Og taka ákvörðun eftir þá umræðu. Þingmenn hafa ítrekað spurt hvað valdi slíkri dagskrártilhögun og vilja meina að eitthvað búi að baki slíkum asa, meira en fram hefur komið.Uppfært klukkan 13:30 Enn er fundi frestað um hálftíma.Uppfært klukkan 14:30Enn er fundi frestað um hálftíma. Samkvæmt heimildum Vísis var búið að ná samkomulagi um að utanríkisráðherra myndi mæla fyrir tillögu sinni í dag og þá myndi fulltrúi hvers flokks um sig fá svigrúm til andmæla og flytja ræðu um tillöguna. Síðan yrði málið sett í nefnd. Á síðustu stundu kom fram krafa frá ríkisstjórninni um að sett yrði niður ákveðin dagsetning um hvenær málið færi í atkvæðagreiðslu og taldi stjórnarandstaðan sig ekki geta fallist á það. Enn er fundað um málið.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira