Þekkir það að vera barn stjórnmálamanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Vísir/Anton/Daníel „Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36
Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54