Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 12:04 Bó, Laddi, Helgi Björns? Ellý? Svala? Hvað finnst þér? Lífið á Vísi fékk valinkunna álitsgjafa til að velja besta, íslenska jólalagið. Reglurnar voru ekki flóknar; ekki var nauðsynlegt að lagið væri íslenskt að uppruna en það þyrfti að vera flutt af íslenskum listamanni. Mörg prýðisgóð lög voru nefnd en á endanum stóð Ef ég nenni í flutningi Helga Björnssonar uppi sem sigurvegari. Baráttan um fyrsta sætið var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af því. Í þriðja sæti lenti svo hið klassíska Jólahjól með Sniglabandinu. Klippa: Ef ég nenni - Helgi Björns 1. sæti Ef ég nenni „Fólk elskar það eða hatar. Angurvær flutningur Helga kveikir í mér og ég er sjúklega meðvirk með þessum lata og fátæka manni sem textinn er um. Textinn er annars algjört rugl en þetta kemur mér alltaf í jólaskap. Mitt uppáhalds íslenska jólalag, Klárt mál!“ „Ég elska lata Helga Björns sem hefur ekki efni á neinu en vill gefa ástinni sinni allt! Þvílíkur rómans para exelans!“ „Ef ég nenni af því að af einhverri ástæðu er það jólalegt, það er eins og það vaxi á mann einhvern veginn.“ „Helgi Björns er náttúrulega hrikalega flottur söngvari og á stóran part í að gera lagið jafn flott og það er. Ef ég nenni er ótrúlega hátíðlegt og notalegt lag sem kemur mér alltaf í mikið jólaskap.“ „Melódían og söngurinn skila svo mikilli meiningu að lagið lifir það af að textinn sé hálfskrýtinn. Mér hlýnar um hjartaræturnar i hvert skipti sem ég heyri upphafstónana og trommusláttinn.“ 2. sæti Þú komst með jólin til mín „Þú komst með jólin til mín. (finnst það minna mig á ástina og það að ég byrjaði með kærastanum mínum í desember og nú á ég jólin alltaf með honum).“ „Ég fer á JólaBó á hverju ári og hef alltaf gert frá upphafi. Hækkunin í þessu lagi er óborganleg. Hvað þá live.“ „Ég hef elskað jólalög frá blautu barnsbeini og vill helst geta hlustað á þau allt árið. Þú komst með jólin til mín hefur verið í uppáhaldi frá því ég man eftir mér og finnst það bara verða flottara með hverju árinu sem líður.“ „Ég á jólin með einhverjum eftir að hafa oft átt þau með engum. Þess vegna elska ég þetta lag.“ „Í nokkrar mínútur trúi ég því að Rut og Bó séu ástfangnasta par í heiminum!“ 3. sæti Jólahjól „Einfaldlega vegna þess að það er fyrsta lagið sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um jólalög. Það er einnig lagið sem ég raula með sjálfum mér með reglulegu millibili yfir jólatíðina.“ ,,Fjörugt og hresst lag. Var í miklu uppáhaldi í æsku enda voru pakkarnir stór hluti af jólunum þá." „Af því að Stebbi er svo kúl.“ „Sumir hata þetta lag. Sennilega er þetta eitt mest spilaða jólalag hér á landi síðustu ára. Mér finnst það hins vegar frábært. Það er eitthvað við þetta lag sem snertir við jólabarnið í mér.“ 4. – 6. sæti Jólin allsstaðar „Jólin eru ekki kominn fyrr en Villi hefur heyrst á öldum ljósvakans. Þetta lag fer með mig í huganum alla leið heim til Bolungarvíkur.“ „Jólin allstaðar eftir Jón Sigurðsson er klassískt lag sem öllum þykir vænt um, sérstaklega í flutningi Ellýjar Vilhjálms og Ragnars Bjarnasonar.“ „Yndislegt lag og útsetningin stórbrotin. Það er einhvern veginn allt í þessu lagi.“ Klippa: Laddi - Snjókorn falla 4.-6. sæti Snjókorn falla „Snjórinn er almennt leiðinlegur nema yfir jólahátíðina. Þá er hann frábær." Snjókorn falla með Ladda. Allt sem Laddi hefur gert er bara tær snilld og þetta lag kemur mér alltaf í gott skap.“ „Laddi er hinn eini, sanni jólasveinn! Tryllt lag!“ Klippa: Jólaboð Afa - Svala Björgvinsdóttir - Ég hlakka svo til 4.-6. sæti Ég hlakka svo til „Ég gat ekki sleppt því að nefna þetta lag. Það má nánast segja að lagið eigi smá stað í hjarta mínu en ég söng það daglega þegar ég var yngri og ímyndaði mér að ég væri Svala Björgvins. Mér finnst það fallegt og minnir mig mikið á sjálfa mig.“ „Fyrir hefðbundna jólastemmningu er fátt sem toppar þetta. Hefur vissulega heyrst of oft, en þó ekki nærri því jafn pirrandi og jólahjólið. Góð laglína, og það er eitthvað skemmtilega örvæntingarfullt við eftirvæntinguna um biðina eftir jólunum.“ „Af því að öllum hlakkar svo til jóla eða flestum.“ 7.-9. sæti Ein handa þér „Fallegt lag og boðskapur sem vert er að hlýða á í desember“ „Stebbi Hilmars hefur læst í mig klónum þessi jólin með laginu Ein handa þér af samnefndri plötu. Ég hreinlega sé rautt þegar ég heyri lagið. Algjör snilld.“ Klippa: Handa þér - Skítamórall 7.-9. sæti Handa þér „Sé sjálfan mig í þessu lagi, aftur mjög myndrænt og inniheldur stemmingu sem maður þekki vel.“ „Lagið og texti eru um fyrstu jólin okkar konunnar minnar og hver einasta lína í laginu er hlaðin meiningu og minningu.“ 7.-9. sæti Hin fyrstu jól „Fyrsta íslenska jólalagið sem kom út sem var ekki sálmur. Fallegt og sígilt.“ „Hátíðlegt og svo yndislega fallegt.“ 10. sæti Nú mega jólin koma fyrir mér „Það rammar inn mjög skemmtilega stemmingu og er mjög myndrænt.“ Önnur lög sem voru nefnd: Hátíðarskap, Helga nótt, Föndurstund, Jól alla daga, Ave Maria, Sleðasöngurinn, Þú og ég og jól, A Night in Christmas Town, Jólafeitabolla, Nóttin var sú ágæt ein, Það snjóar, Minn eini jólasveinn, Hvít er borg og bær, Með gleðiraust og helgum hljóm, Ég fæ jólagjöf, Nei, nei ekki um jólin, Jólin eru að koma, Af álfum, Saddur, Grýlukvæði, Það koma jól, Jólakötturinn, Er líða fer að jólum, Komdu um jólin, Yfir fannhvíta jörð, Jól alla daga. Álitsgjafar: Sindri Sindrason, sjónvarpsstjarna, Sveinn Waage, markaðsstjóri Meniga og Bjórskólakennari, Ásta Sveinsdóttir, eigandi Roadhouse, Jón Þórir Þorvaldsson, verkfræðinemi, Aron Örn Þórarinsson, stjórnmálafræðingur, Máni Pétursson, útvarpsmaður, Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins, Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, Andrés Jónsson almannatengill hjá Góðum samskiptum, Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í langstökki, Ólafur Þór Jóelsson, annar umsjónarmanna GameTíví, Valur Gunnarsson, blaðamaður og rithöfundur, Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður, Íris Kristinsdóttir, söngkona, Diljá Ámundadóttir, Framkvæmdarstjóri Þetta reddast ehf. & MBA nemi í HR, Þórunn Erna Clausen, söngkona, Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning, Þröstur Ernir Viðarsson, ritstjóri, Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dagur Kár Jónsson, körfuboltastjarna, Björn Bragi, grínisti, Elli Joð, plötusnúður, Sigurjón Jónsson, Formaður Vinnumálastofnunar, varabæjarfulltrúi og formaður Augnabliks. Tónlist Jól Jólalög Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Lífið á Vísi fékk valinkunna álitsgjafa til að velja besta, íslenska jólalagið. Reglurnar voru ekki flóknar; ekki var nauðsynlegt að lagið væri íslenskt að uppruna en það þyrfti að vera flutt af íslenskum listamanni. Mörg prýðisgóð lög voru nefnd en á endanum stóð Ef ég nenni í flutningi Helga Björnssonar uppi sem sigurvegari. Baráttan um fyrsta sætið var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af því. Í þriðja sæti lenti svo hið klassíska Jólahjól með Sniglabandinu. Klippa: Ef ég nenni - Helgi Björns 1. sæti Ef ég nenni „Fólk elskar það eða hatar. Angurvær flutningur Helga kveikir í mér og ég er sjúklega meðvirk með þessum lata og fátæka manni sem textinn er um. Textinn er annars algjört rugl en þetta kemur mér alltaf í jólaskap. Mitt uppáhalds íslenska jólalag, Klárt mál!“ „Ég elska lata Helga Björns sem hefur ekki efni á neinu en vill gefa ástinni sinni allt! Þvílíkur rómans para exelans!“ „Ef ég nenni af því að af einhverri ástæðu er það jólalegt, það er eins og það vaxi á mann einhvern veginn.“ „Helgi Björns er náttúrulega hrikalega flottur söngvari og á stóran part í að gera lagið jafn flott og það er. Ef ég nenni er ótrúlega hátíðlegt og notalegt lag sem kemur mér alltaf í mikið jólaskap.“ „Melódían og söngurinn skila svo mikilli meiningu að lagið lifir það af að textinn sé hálfskrýtinn. Mér hlýnar um hjartaræturnar i hvert skipti sem ég heyri upphafstónana og trommusláttinn.“ 2. sæti Þú komst með jólin til mín „Þú komst með jólin til mín. (finnst það minna mig á ástina og það að ég byrjaði með kærastanum mínum í desember og nú á ég jólin alltaf með honum).“ „Ég fer á JólaBó á hverju ári og hef alltaf gert frá upphafi. Hækkunin í þessu lagi er óborganleg. Hvað þá live.“ „Ég hef elskað jólalög frá blautu barnsbeini og vill helst geta hlustað á þau allt árið. Þú komst með jólin til mín hefur verið í uppáhaldi frá því ég man eftir mér og finnst það bara verða flottara með hverju árinu sem líður.“ „Ég á jólin með einhverjum eftir að hafa oft átt þau með engum. Þess vegna elska ég þetta lag.“ „Í nokkrar mínútur trúi ég því að Rut og Bó séu ástfangnasta par í heiminum!“ 3. sæti Jólahjól „Einfaldlega vegna þess að það er fyrsta lagið sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um jólalög. Það er einnig lagið sem ég raula með sjálfum mér með reglulegu millibili yfir jólatíðina.“ ,,Fjörugt og hresst lag. Var í miklu uppáhaldi í æsku enda voru pakkarnir stór hluti af jólunum þá." „Af því að Stebbi er svo kúl.“ „Sumir hata þetta lag. Sennilega er þetta eitt mest spilaða jólalag hér á landi síðustu ára. Mér finnst það hins vegar frábært. Það er eitthvað við þetta lag sem snertir við jólabarnið í mér.“ 4. – 6. sæti Jólin allsstaðar „Jólin eru ekki kominn fyrr en Villi hefur heyrst á öldum ljósvakans. Þetta lag fer með mig í huganum alla leið heim til Bolungarvíkur.“ „Jólin allstaðar eftir Jón Sigurðsson er klassískt lag sem öllum þykir vænt um, sérstaklega í flutningi Ellýjar Vilhjálms og Ragnars Bjarnasonar.“ „Yndislegt lag og útsetningin stórbrotin. Það er einhvern veginn allt í þessu lagi.“ Klippa: Laddi - Snjókorn falla 4.-6. sæti Snjókorn falla „Snjórinn er almennt leiðinlegur nema yfir jólahátíðina. Þá er hann frábær." Snjókorn falla með Ladda. Allt sem Laddi hefur gert er bara tær snilld og þetta lag kemur mér alltaf í gott skap.“ „Laddi er hinn eini, sanni jólasveinn! Tryllt lag!“ Klippa: Jólaboð Afa - Svala Björgvinsdóttir - Ég hlakka svo til 4.-6. sæti Ég hlakka svo til „Ég gat ekki sleppt því að nefna þetta lag. Það má nánast segja að lagið eigi smá stað í hjarta mínu en ég söng það daglega þegar ég var yngri og ímyndaði mér að ég væri Svala Björgvins. Mér finnst það fallegt og minnir mig mikið á sjálfa mig.“ „Fyrir hefðbundna jólastemmningu er fátt sem toppar þetta. Hefur vissulega heyrst of oft, en þó ekki nærri því jafn pirrandi og jólahjólið. Góð laglína, og það er eitthvað skemmtilega örvæntingarfullt við eftirvæntinguna um biðina eftir jólunum.“ „Af því að öllum hlakkar svo til jóla eða flestum.“ 7.-9. sæti Ein handa þér „Fallegt lag og boðskapur sem vert er að hlýða á í desember“ „Stebbi Hilmars hefur læst í mig klónum þessi jólin með laginu Ein handa þér af samnefndri plötu. Ég hreinlega sé rautt þegar ég heyri lagið. Algjör snilld.“ Klippa: Handa þér - Skítamórall 7.-9. sæti Handa þér „Sé sjálfan mig í þessu lagi, aftur mjög myndrænt og inniheldur stemmingu sem maður þekki vel.“ „Lagið og texti eru um fyrstu jólin okkar konunnar minnar og hver einasta lína í laginu er hlaðin meiningu og minningu.“ 7.-9. sæti Hin fyrstu jól „Fyrsta íslenska jólalagið sem kom út sem var ekki sálmur. Fallegt og sígilt.“ „Hátíðlegt og svo yndislega fallegt.“ 10. sæti Nú mega jólin koma fyrir mér „Það rammar inn mjög skemmtilega stemmingu og er mjög myndrænt.“ Önnur lög sem voru nefnd: Hátíðarskap, Helga nótt, Föndurstund, Jól alla daga, Ave Maria, Sleðasöngurinn, Þú og ég og jól, A Night in Christmas Town, Jólafeitabolla, Nóttin var sú ágæt ein, Það snjóar, Minn eini jólasveinn, Hvít er borg og bær, Með gleðiraust og helgum hljóm, Ég fæ jólagjöf, Nei, nei ekki um jólin, Jólin eru að koma, Af álfum, Saddur, Grýlukvæði, Það koma jól, Jólakötturinn, Er líða fer að jólum, Komdu um jólin, Yfir fannhvíta jörð, Jól alla daga. Álitsgjafar: Sindri Sindrason, sjónvarpsstjarna, Sveinn Waage, markaðsstjóri Meniga og Bjórskólakennari, Ásta Sveinsdóttir, eigandi Roadhouse, Jón Þórir Þorvaldsson, verkfræðinemi, Aron Örn Þórarinsson, stjórnmálafræðingur, Máni Pétursson, útvarpsmaður, Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins, Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, Andrés Jónsson almannatengill hjá Góðum samskiptum, Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í langstökki, Ólafur Þór Jóelsson, annar umsjónarmanna GameTíví, Valur Gunnarsson, blaðamaður og rithöfundur, Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður, Íris Kristinsdóttir, söngkona, Diljá Ámundadóttir, Framkvæmdarstjóri Þetta reddast ehf. & MBA nemi í HR, Þórunn Erna Clausen, söngkona, Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning, Þröstur Ernir Viðarsson, ritstjóri, Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dagur Kár Jónsson, körfuboltastjarna, Björn Bragi, grínisti, Elli Joð, plötusnúður, Sigurjón Jónsson, Formaður Vinnumálastofnunar, varabæjarfulltrúi og formaður Augnabliks.
Tónlist Jól Jólalög Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira