Too big to semj Pawel Bartoszek skrifar 27. júní 2014 10:40 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar