Íslenski boltinn

Guðjón Árni gæti neyðst til þess að leggja skóna á hilluna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Árni eftir leik FH og KR í fyrra.
Guðjón Árni eftir leik FH og KR í fyrra. Vísir/Vilhelm
Guðjón Árni Antoníusson, varnarmaður FH, mun líklegast ekki koma meira við sögu í Pepsi deildinni í sumar. Þetta staðfesti Guðjón í samtali við Fotbolti.net.

Guðjón Árni lék aðeins fimm leiki á síðasta tímabili vegna höfuðmeiðsla sem tóku sig upp á ný eftir að Guðjón fékk höfuðhögg á æfingu FH í maí. Guðjón hefur samkvæmt læknisráði hvílt allt frá því en hann finnur fyrir ógleði þegar hann hreyfir sig.

„Ég þarf að hvíla eins lengi og einkennin eru og þau eru ennþá til staðar. Það er engin tímasetning komin í ljós. Ég er góður dags daglega en þegar ég fer að hreyfa mig finn ég fyrir svima, ógleði og höfuðverk,“ sagði Guðjón í samtali við Fotbolti.net en hann útilokar ekki að leggja skóna á hilluna.

„Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um það en þetta lítur ekki vel út. Ég tek ekki neina sénsa þegar kemur að þessu. Það er hægt að lifa með ónýtum liðböndum en það er ekki í lagi að vera ekki með heilann í lagi,“ sagði Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×