Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Hjörtur Hjartarson skrifar 13. október 2014 19:38 Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja. Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja.
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00